is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23242

Titill: 
  • Allir vinir : þróunarverkefni í tveimur leikskólum og viðhorf þátttakenda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangurinn með rannsókninni var að rannsaka hvort þróunarverkefnið Allir vinir sem lagt var inn fyrir elstu börnin á tveimur leikskólum skilaði árangri. Verkefnið, sem er forvarnarverkefni gegn einelti, fólst í því að þjálfa börnin í vináttu- og félagsfærni, vekja þau til umhugsunar um ýmis hugtök eins og umburðarlyndi, vináttu, hjálpsemi, kurteisi og fleira. Börnin settu sér einnig samskiptareglur sem allir á
    deildinni áttu að fara eftir. Kannað var hvert viðhorf þátttakenda var gagnvart verkefninu og hvert viðhorf þeirra er til eineltis meðal leikskólabarna. Eigindlegri aðferðafræði var beitt við rannsóknina, nánar tiltekið eigindlegri viðtalsaðferð. Með henni er leitast við að lýsa sjónarhorni þátttakenda en þeir voru ellefu í rannsókninni. Verkefnið stóð yfir í sjö mánuði og að því loknu var verkefnið metið. Helstu niðurstöður úr því eru að ákveðna birtingarmynd eineltis er að finna hjá leikskólabörnum en hún er ekki nákvæmlega sú sama og hjá eldri börnum. Margt gekk vel af því sem gert var og mátti þar helst sjá góða vinnu í samvinnuleikjum og góða stórfundi. Börnin urðu hjálpsamari eftir þessa vinnu og vönduðu sig betur í framkomu við hvert annað. Allir viðmælendur voru einnig sammála um að vinnan við verkefnið hafi verið skemmtileg en skipulagið og tími tilundirbúnings hefði þurft að vera meiri. Þrátt fyrir það töldu þeir verkefnið nauðsynlega vinnu að forvörnum gegn einelti til framtíðar.

Samþykkt: 
  • 24.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23242


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Allir vinir þróunarverkefni í tveimur leikskólum - Erna Georgsdóttir.pdf713.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna