is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23246

Titill: 
  • Höfuð en ekki hali : skólastjóri sem sinnir kennslufræðilegri forystu
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • John Morris hefur gegnt starfi skólastjóra í Ardleigh Green Junior School í London í 24 ár við góðan orðstír. Skólinn hefur verið metinn framúrskarandi síðan árið 1999 af matsstofnun á vegum breska menntamálaráðuneytisins sem kallast Ofsted og síðustu fjögur ár hefur skólinn verið talinn í hópi 10% bestu skóla í Bretlandi.
    Samkvæmt rannsóknum er kennslufræðileg forysta mikilvæg í skólastarfi, sýnt hefur verið fram á að styrk fagleg forysta skólastjóra hefur góð áhrif á námsárangur nemenda. Í þessu rannsóknarverkefni er gerð tilviksrannsókn á starfsháttum John Morris. Rannsóknarspurningin er: Hvað gerir góður skólastjóri á vettvangi kennslu og hvernig beitir hann sér í samskiptum við aðra stjórnendur og kennara til að hafa áhrif á kennsluhætti? Rannsókninni er ekki ætlað að svara stóru spurningunni um hvernig sé best að beita sér við faglega forystu en á að geta gefið mynd af einu tilviki.
    Rannsóknin leiddi í ljós niðurstöður sem ég geri grein fyrir í þremur meginköflum sem nefnast: Skýr sýn og markvissar leiðir, sýnileiki og nálægð við kennslu og stuðningur við góða kennara. Hver þessara kafla hefur nokkra undirkafla. John reyndist setja nám og kennslu í forgang í öllum störfum, halda sig nálægt vettvangi og leiða skólann á markvissan hátt með hag nemenda í fyrirrúmi. Í ritgerðinni er reynt að draga upp mynd af starfsháttum hans í þeirri von að draga megi lærdóm af þeim.

  • Útdráttur er á ensku

    John Morris has been a sucsessful Head Teacher in Arleigh Green Junior school in London for the last 24 years. Ofsted has rated the school outstanding since 1999, and during the last four years the school has been in the top ten percent category. John is a good example of a leader who has primary focus on teaching and learning. According to educational researches, instructional leadership is an important leadership empahsis and has an impact on students outcomes.
    This theses is a case study about John Morris leadership style. The research question is: What does good head teacher do in his role as a school leader and how does he interact with teachers and other leaders in order to influence teaching and learning? The study will not answer the big question about the best way of doing conducting educational leadersip but demonstrates one successful case.
    The study developed the major themes describing his endeavours: Clear vision and mission, visibility of the Head teacher and and supporting the teachers. Each major theme come with sub-themes. John Morris has teaching and learning as top priority, stays close to teaching and learning and leads the school with the welfare of students in mind. This study paints a picture of his leadership style and hopefully others can learn from his ventures.

Samþykkt: 
  • 25.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23246


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
G. Eygló Friðriksdóttir.pdf794,39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna