is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23253

Titill: 
 • Að skrifa list er góð : starfendarannsókn kennara um leiðir til að auka áhuga og færni í ritun á miðstigi grunnskólans
 • Titill er á ensku To write with pleasure
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerðin segir frá starfendarannsókn sem ég vann á tímabilinu nóvember 2014 til maí 2015. Tilgangurinn með rannsókninni var að finna leiðir til að auka áhuga nemenda í 6. bekk á ritun og efla hæfni þeirra til að koma hugsun sinni í orð, jafnframt var markmið rannsóknarinnar að styrkja mig í kennslu, þannig að ég æfist í að leiðbeina nemendum við gerð ritunarverkefna. Þátttakendur voru nemendur í einum bekk á miðstigi grunnskólans.
  Ég kynnti mér ritunarmódelið 6 + 1 vídd ritunar og skoðaði hvernig megi vinna með skipulag og rödd í ritun. Ég rýndi í eigið starf og leitast við að segja frá starfi mínu og pælingum á þeirri leið að öðlast meiri þekkingu á ritunarmódelinu. Lagt var upp með rannsóknarspurninguna: Hvaða leiðir get ég nýtt mér til að auka áhuga nemenda á ritun, eflt þá í að koma hugsun sinni í orð og nýtt matslista til að auka árangur þeirra? Gagna var aflað með dagbókarskrifum á tímabilinu auk þess sem verkefni nemenda voru skoðuð.
  Helstu niðurstöður benda til að gefa þurfi nemendum góðan tíma og undirbúning til að skrifa. Þeir þurfa leiðbeinandi mat svo að þeir skrifi af áhuga og eflist í ritun sinni og þeir þurfa að geta rætt um hugmyndir sínar og ritverk sín. Ég lærði að nýta mér fleiri leiðir til að vinna með ritun og kynnti nemendum matslista og hvernig þeir gætu nýtt sér þá.
  Ég hef öðlast betri sýn á hvernig ég get leiðbeint nemendum og skipulagt kennslu til að mæta þörfum nemenda á mismunandi getustigi. Ég lít á þessa starfendarannsókn sem leið til að auka faglegt sjálfstraust mitt en slíkt skiptir máli til að halda vinnugleði og til að líða vel í starfi.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis deals with an action research which I carried out from November 2014 to May 2015. The purpose of the study was to find ways to increase the interest of students in 6th grade in writing, and to build up their skills in converting thoughts to words. Moreover, the goal of the study was to increase my teaching abilities, particularly the ability of advising students in writing excercises. The participants were students of one class in middle school.
  I studied the writing model „6 + 1 traits of writing“ and inspected how to work with organization and voice in writing. I examined my own job and try to describe my own thoughts during the process of increasing my knowledge on the writing model. The research question was: What ways can I use to increase students interest in writing, help them converting their thoughts to words and use valuation forms to increase their performances? Data was collected by writing diaries and examining students‘ projects.
  The main results indicate that students need both time and good preparation to succeed in writing. They also need interactive guidance where they can discuss their ideas and writings. I learned to take advantage of new ways to work with writing classes, for example valuation forms.
  After this work, I have a better perspective on how I can advise students and plan classes to meet needs of students at different levels of ability. I consider this action research as a way to increase my professional confidence, which is important to maintain the enthusiasm to my own work.

Samþykkt: 
 • 25.11.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23253


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudrun Jóh, lokaverkefni_290915.pdf987.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna