is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23259

Titill: 
  • Í upphafi skal endinn skoða : móttaka og þjálfun sjúkraflutningamanna í hlutastarfi hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands
  • Titill er á ensku Begin with the end in mind : Reception and training of ambulance drivers in part time job at Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ekki hefur mikið verið fjallað um móttöku og þjálfun nýrra starfsmanna í íslenskum rannsóknum. Höfundur vildi kanna hvernig væri staðið að þessum þáttum meðal sjúkraflutningamanna sem starfa í hlutastarfi hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Fræðileg umfjöllun snýr að viðfangsefnum mannauðsstjórnunar, móttöku og þjálfun nýrra starfsmanna og mikilvægi þess að vel sé staðið að þessum þáttum. Einnig er komið inn á þann ávinning sem hlýst af. Þá er umfjöllun um þjálfunaraðferðir t.d. starfsfóstraleiðsögn, lærdómsferlið, sálfræðilega samninginn og þróun á móttöku og þjálfun í gegnum árin. Rannsókn var framkvæmd þar sem stuðst var við blandaða rannsóknaraðferð. Megindlegar rannsóknaraðferðir voru nýttar í spurningakönnun og eigindlegar rannsóknaraðferðir í formi viðtala. Viðtölin voru ýmist óstöðluð eða stöðluð. Helstu niðurstöður sem snúa að því hvernig móttöku og þjálfun er háttað eru þær að það virðist vera ágætlega staðið að móttöku og þjálfun nýrra starfsmanna hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands að mati þátttakenda. Þeir þættir sem mætti helst bæta er þjálfun í neyðarakstri og fleiri verklegar æfingar sem endurspegla raunveruleikann. Þá mætti vera til formlegt móttöku og þjálfunarferli sem snýr að sjúkraflutningamönnum. Helstu niðurstöður sem snúa að þróun á milli ára eru að einhver þróun hefur átt sér stað sem lýsir sér helst í meiri fjölbreytni í þjálfunaraðferðum. Ekki er starfandi mannauðsstjóri innan Heilbrigðisstofnunar Vesturlands þrátt fyrir að starfsmenn séu rúmlega 300 talsins. Þá veltir höfundur því fyrir sér, hvort ekki sé þörf á mannauðsstjóra þegar starfsmenn eru orðnir svo margir innan fyrirtækis.
    Efnisorð: viðskiptafræði, mannauðsstjórnun, móttaka og þjálfun nýrra starfsmanna, sjúkraflutningamenn, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, starfsþjálfun, nýir starfsmenn.

Samþykkt: 
  • 26.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23259


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ElvaPetursdottir_BS_lokaverk.(6).pdf2.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf113.77 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ritgerðin er lokuð að ósk höfundar til 31. júlí 2017.