is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23263

Titill: 
  • Að lesa snýst ekki bara um bækur : hvernig get ég sem sérkennari vakið áhuga nemenda minna á lestri?
  • Reading is not just about reading books : how can I as special education teacher increase students interest in reading?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Áhugi er einn þeirra þátta sem hefur áhrif á skólagöngu barna. Mikilvægt er fyrir kennarann að taka mið af því ásamt fyrri þekkingu nemanda. Rannsóknin fjallar um hvaða aðferðir og leiðir ég nýtti sem sérkennari á miðstigi veturinn 2014-2015 til að efla áhuga nemenda á lestri. Tilgangurinn var að öðlast betri skilning á þeim aðferðum og leiðum sem ég notaði í vinnu minni í lestri með nemendum til að auka færni þeirra og áhuga á lestri. Markmið rannsóknarinnar var að finna leiðir til að vinna með nemendum til að auka áhuga þeirra á lestri, ásamt því að efla mig og þróa frekar sem lestrarkennara.
    Rannsóknin var starfendarannsókn, þar sem ég gerði rannsókn á eigin starfi í þeim tilgangi að bæta það. Gagnaöflun fór fram með ítarlegum skrifum þar sem ég ritaði í rannsóknardagbók frá ágúst 2014 til júní 2015. Í dagbókina skráði ég hvernig mér gekk að tileinka mér nýja starfshætti, ásamt því að fylgjast með hvernig mér gekk að fanga áhuga nemenda minna. Önnur gögn voru verkefni nemanda og ljósmyndir.
    Niðurstöðurnar voru greindar í þemu úr gögnunum. Þær sýndu að ég varð öruggari og skipulagðari lestrarkennari þegar ég fór að tileinka mér hugmyndir og skipulag lestrarstunda frá ákveðnum fræðimönnum, sem eru framarlega í lestrarkennslu. Með þessum breytingum urðu nemendur ánægðari, ég varð sáttari og smátt og smátt fóru nemendur að treysta mér, vinátta myndaðist milli okkar og einnig mynduðust sterk vináttusambönd milli barnanna.
    Sá lærdómur sem draga má út frá þessari rannsókn er að þegar kennari og nemendur vinna út frá áhuga í lestrarnámi skapast sterkara samband milli þeirra og virkar það hvetjandi á námið. Mikilvægt er fyrir kennara að fá stuðning og tíma til að rýna í eigin kennsluhætti, tileinka sér nýjar leiðir og aðferðir í lestarkennslunni og byggja upp sterkt lestarumhverfi. Rannsóknin leiddi í ljós að margar leiðir eru til að nálgast lestrarkennslu.

  • Útdráttur er á ensku

    Reading is not just about reading books. How can I as special education teacher increase students interest in reading?
    Motivation is one of the aspects influencing the schooling of children. It is important that teachers stay mindful of this aspect alongside of the students’ previous education. This research paper discusses the methods that the author used to arouse interest in reading among her students as a special education teacher during the 2014-2015 winter semester. The aim of the research was to gain a better understanding of the methods that the author used in order to awaken interest and improve the ability of her students’ reading, while also developing the author’s skilfulness as a reading instructor. With these aims in mind, a research question was formulated.
    This is an action research report, in which the author investigates her own occupational performance in order to improve her work. Data was collected by extensive research journaling from August 2014 to June 2015. In the journal, the author chronicled her progress of adopting new teaching techniques while simultaneously observing how effectively the students’ interest in reading was aroused. Additional materials include student projects and photographs.
    The results showed that the author became more confident and more organized in her reading instruction as soon as she began to implement the ideas and organizational methods involved in so-called reading sessions, which were put forth by respected scholars in the field. With these improvements, both the students and the teacher experienced increased satisfaction. There was also a noticeable increase in teacher-student trust, whereby a kind of friendship began to form between the teacher and the students, and between the students themselves.
    The lesson to be learned from this research is that when teachers and students work from the starting point of interest, in terms of reading instruction, a stronger bond is created between them that serve to motivate them in their learning. It is also important that teachers are given sufficient support and time in order to explore new methods of teaching in order to improve the teaching environment. This research played an important role in the author realizing that there are many ways to approach reading instruction.

Samþykkt: 
  • 26.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23263


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erna Ros Bragadóttir lokaskil.pdf1.26 MBLokaður til...18.09.2025HeildartextiPDF