is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23265

Titill: 
  • Niðurbrot asetýlsalisýlsýru og áhrif hennar á þromboxan B2: Klínísk rannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Asetýlsalisýlsýra (ASS) er eitt mest notaða lyfið á heimsvísu og hefur verið notað sem verkjastillandi lyf og sem fyrirbyggjandi meðferð við hjarta- og æðasjúkdómum. Rannsóknir hafa sýnt fram á mögulegan ávinning þess að nota ASS gegn meðgöngueitrun (ME) sem er ein algengasta orsök mæðradauða í heiminum. Þó svo að miklar framfarir hafi orðið síðan ME var skilgreind fyrst er sjúkdómsgangur ekki að fullu þekktur og engar fyrirbyggjandi meðferðir til sem bera nægilegan árangur. Í þessari klínísku rannsókn var ætlunin að skoða áhrif ASS á þromboxan B2 (TxB2) í mismunandi hópum, t.d. með tilliti til BMI. Í framhaldsrannsókn væri vonandi hægt að nýta niðurstöður rannsóknarinnar til þess að skoða áhrif ASS á TxB2 í þunguðum konum.
    Efni og aðferðir: Í rannsókninni var blóðsýnum þátttakenda safnað og TxB2 styrkur í plasma mældur með ELISAaðferð og styrkur ASS og niðurbrotsefna mælt í LC-MS/MS.
    Niðurstöður: Ekki sást marktækur munur á milli hópa með tilliti til BMI eða kyns. Ekki sást heldur marktækur munur þegar niðurstöður þátttakenda sem tóku mismikið magn af ASS voru bornar saman. LC-MS/MSmælingar gáfu óljósa mynd af því hvernig niðurbrot ASS lítur út þar sem ekki var hægt að mæla styrk ASS og niðurbrotsefna á því tímabili sem talið er að þau hafi verið að mælast í sem hæstum styrk.

Samþykkt: 
  • 27.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23265


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Niðurbrot asetýlsalisýlsýru og áhrif á þromboxan B2.pdf3.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Sunna.pdf438.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF