is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23268

Titill: 
 • Að vera í tengslaneti er tíma vel varið. Um árangur og ávinning tengslanets kvenna með hliðsjón af 15 ára starfi LeiðtogaAuðar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í skýrslu þessari er gerð grein fyrir niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á 10 kvenstjórnendum sem eru meðlimir tengslanetsins LeiðtogaAuður og hafa allt frá 8 til 28 ára reynslu af stjórnunarstarfinu. Leitast var sérstaklega við að skýra hver upplifun þeirra var af tengslaneti sínu, stjórnunarstarfinu og stöðu kynjanna gagnvart æðstu stöðum.
  Rannsóknin er því unnin út frá fyrirbærafræði sem er ein aðferð innan eigindlegrar aðferðafræðar. Tekin voru 10 viðtöl og notast við hálfopin djúpviðtöl þar sem megin markmiðið var að afla gagna til að svara rannsóknarspurningunni. Greiningu gagna er gerð ítarleg skil ásamt helstu niðurstöðum sem lágu fyrir eftir þann þátt.
  Helstu niðurstöðurnar gefa til kynna að með því að vera í tengslaneti sé tíma vel varið líkt og titillinn gefur til kynna. Það mátti greina þá einróma skoðun meðal viðmælenda að ávinningurinn, sem tengslanetið getur haft í för með sér, sé ómetanlegur. Talað var um aukinn sýnileika, víðsýni, aukna þekkingu, sjálfstæði og starfsþroska svo eitthvað sé nefnt. Tengslanetið hafði veitt aukna starfsmöguleika og nokkrum viðmælendanna betri starfstöðu. Fyrir utan starfstengda þætti þá veitti tengslanetið meðlimum þess ánægju, hvatningu, sjálfseflingu og aukinn hvata til að deila reynslu sinni og láta gott af sér leiða.
  Enn fremur má álykta út frá niðurstöðum rannsóknarinnar að stjórnunarstíll ætti ekki að flokkast eftir kyni. Viðmælendur rannsóknarinnar voru heldur þeirrar skoðunar að persónan sjálf og karakter viðkomandi stjórnanda hefði meira að segja. Rannsakandi telur rannsóknarefnið mikilvægt fyrir komandi kynslóðir í þeim tilgangi að minnka kynjamisréttið sem jafnan hefur ríkt hér á landi sem og annars staðar. Með tengslanetinu geta konur þjappað sér saman, orðið sýnilegri og enn fremur sterkari aðilar gagnvart hinum ýmsu athöfnum. Rannsóknin veitir innsýn í líf og reynslu kvenstjórnenda sem sýna vel hversu burðugir kandidatar þær eru til að sinna æðstu stjórnunarstöðum.

Samþykkt: 
 • 27.11.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23268


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ThelmaSig- Að vera í tengslaneti er tíma vel varið.pdf949.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna