is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23269

Titill: 
 • Viðurkenning á margbreytileikanum : innsýn í vinnubrögð í skóla án aðgreiningar
 • Titill er á ensku Recognition of Diversity : insight into the practices of inclusive schools
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Skólar landsins vinna eftir menntastefnunni skóli án aðgreiningar þar sem félags- og námslegum þörfum barna er mætt. Það er skylda skólanna að
  taka vel á móti öllum börnum og beita vinnubrögðum sem koma til móts við
  þarfir allra nemenda. Kennarar sem og annað starfsfólk spilar lykilhlutverk í því að komið sé til móts við börnin.
  Markmið rannsóknarinnar var að átta sig á hvernig nám hjá börnum með
  greinda þroskahömlun fer fram í almennum bekk á yngsta stigi í
  grunnskólum. Lögð var áhersla á að skoða vinnubrögð kennara, þroskaþjálfa og stuðningsfulltrúa. Tilgangur rannsóknarinnar var að öðlast þekkingu á vinnu með börnum í skóla án aðgreiningar og vekja þátttakendur til umhugsunar um efnið. Eigindlegt rannsóknarsnið var notað og byggðist rannsókn upp á viðtölum við fjóra kennara, tvo þroskaþjálfa og einn stuðningsfulltrúa. Einnig var gerð vettvangsathugun í tveimur skólum á höfuðborgarsvæðinu þar sem viðmælendur störfuðu.
  Helstu niðurstöður sýna að til þess að börn með þroskahömlun geti verið
  virkir þátttakendur í skólastarfi þarf öflugan stuðning, fjölbreytni í kennslu
  og viðurkenningu á margbreytileikanum. Stuðningsfulltrúa og þroskaþjálfar
  aðstoðuðu nemendur við daglegt skólastarf og tóku þátt í kennslustundum
  ásamt umsjónakennurum. Stuðningur birtist einnig í formi samvinnu milli
  samstarfsmanna og leiðbeiningum frá sérfræðingum. Fjölbreyttir
  kennsluhættir voru taldir gagnlegir og ekki aðeins í námi barna með
  þroskahömlun heldur í öllu skólastarfi hjá börnum á yngsta stigi í
  grunnskólum.
  Hindranir sem þátttakendur þurftu að glíma við birtust meðal annars í
  vali á námsefni, námsefni við hæfi og skorti á mannafla.
  Að öllu jöfnu voru þátttakendur jákvæðir í garð fjölbreytileikans og
  áskorana sem þeir mættu í starfi sínu.

 • Útdráttur er á ensku

  Recognition of Diversity
  Insight into the practices of inclusive schools
  The schools of the nation are run by the academic policy of inclusive
  schools, where the sociological and academic needs of the children are met.
  It is the duty of the schools to be able to receive all children and use
  practices that are designed to meet the needs of all children. The teachers
  and other staff play a vital role in making sure that the needs of the children
  are catered too.
  The goal of the research was to gain insight into how the education of
  children who have a diagnosed developmental disability is conducted in the
  youngest grades of primary school. Emphasis was placed on studying the
  practices of the teachers, social educators and the teacher´s assistants. The
  purpose of the research was to gain knowledge into working with children
  in an inclusive school and to motivate the participants to consider the
  subject. A qualitative research format was used and the study was built on
  interviews with four teachers, two social educators and one teacher´s
  assistant. A field study was also conducted in the capital area in the schools
  where the participants worked.
  The most notable results of the study show that in order for children
  with developmental disability to be active participants in ordinary school
  activities a strong support system must be in place, the teaching methods
  must be diverse and a general acknowledgment of diversity must be in
  place. The support system was in the form of social educators and teacher´s
  assistants who assisted the children in their daily school activities. The
  support system was also in the form of cooperation between co-workers
  and instructions from specialists. Diverse teaching methods were found
  useful and not only in the school activities of children with developmental
  disability but also in all school activities of children in the youngest grades
  of primary school.
  The obstacles that the participants had to face were in choosing
  subjects, finding appropriate subjects and shortage of staff.
  The participants were mostly positive towards diversity and the
  challenges they faced in their work.

Samþykkt: 
 • 27.11.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23269


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stella Stefánsdóttir- Viðurkenning fyrir margbreytileikanum .pdf967.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna