is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23271

Titill: 
  • „Mikill tími fór í að endurraða í stofunni og finna út hverjir gátu setið saman“ : hvernig kennari á fyrst ári nær tökum á bekkjarstjórn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fyrstu kennsluárin geta reynst nýliðum krefjandi og margt sem þarf að ná tökum á, eins og til dæmis bekkjarstjórn en þessi rannsókn fjallar um kennara á fyrsta ári sínu í kennslu. Tilgangurinn var að styrkja mig sem fagmann með því að efla fagvitund mína og starfshæfni ásamt því að þróa mína eigin starfskenningu. Markmiðið með þessu verkefni var að skilja hvernig ég, kennari á fyrsta ári, næ tökum á bekkjarstjórn þannig að góður bekkjarbragur myndist innan hópsins, þar sem gagnkvæm virðing og traust ríkir á milli mín og nemenda og einnig nemendanna sjálfra. Út frá tilgangi og markmiði voru settar fram tvær rannsóknarspurningar.
    Rannsóknarsniðið var starfendarannsókn sem hefst á því að kennari ákveður hvað hann vill taka fyrir, skilgreinir tilgang og setur sér markmið. Rannsóknardagbók var haldin frá því að skólinn byrjaði í ágúst 2014 til febrúar 2015 þar sem ég skráði meðal annars þær breytingar sem ég gerði þegar ég var að vinna í að ná tökum á bekkjarstjórn. Ég var sjálf aðalþátttakandinn í rannsókninni þar sem hún snerist um að skilja hvernig ég næ tökum á bekkjarstjórn, til hvaða aðgerða ég gríp. Nemendur í árganginum sem ég kenndi voru einnig hluti af rannsókninni þar sem þeir höfðu áhrif á vinnuna mína.
    Niðurstöður benda til þess að stuðningur frá stjórnendum hafi verið til staðar og verið góður, auk mikils stuðnings frá samkennurum. Með stuðningi frá samstarfskennurum og stjórnendum og í gegnum samræður við þá þróaðist fagmennska mín, fagvitund efldist, persónuleg hæfni jókst og starfskenning styrktist. Til að ná tökum á bekkjarstjórn skiptir máli að vera óhræddur við að prófa sig áfram og ræða við samkennara um þær hindranir sem verða á vegi manns. Stefna skólans býður einnig upp á verkfæri sem kennarar geta nýtt sér til að ná tökum á bekkjarstjórn.
    Af þessari rannsókn má draga þann lærdóm að stuðningur við nýliða í kennslu er mikilvægur, að skólinn þarf einnig að búa yfir verkfærum sem kennarar geta nýtt sér og að nýliði í kennslu þarf að vera duglegur að ræða kennsluna sína við til dæmis samkennara eða aðra kennara, bæði um það sem vel gengur og einnig um þær hindranir sem verða á vegi hans.

Samþykkt: 
  • 27.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23271


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKASKIL.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna