is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23273

Titill: 
 • Kennarar eru ekki eyland : áhrif samfélagsmiðla á starfsþróun kennara
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Megin viðfangsefni rannsóknarinnar er að draga upp mynd af starfssamfélögum kennara á samfélagsmiðlum og þeim áhrifum sem þátttaka í þeim hefur á starfsþróun kennara. Horft var til sex starfssamfélaga á samfélagsmiðlinum Facebook og tveggja #-umræðumerkja á Twitter. Rannsóknin er eigindleg og rannsóknarsniðið er netnógrafía en Robert Kozinets hefur skilgreint slíkar rannsóknir sem etnógrafískar rannsóknir á internetinu og horft var til skrifa hans. Gerð var vettvangsathugun í starfssamfélögunum ásamt því að tekin voru viðtöl við fimm lykilpersónur sem eru virkir þátttakendur í starfssamfélögum á samfélagsmiðlum. Vettvangsathugunin byggði á því að rannsakandi var hluti af starfssamfélögunum og skoðaði fyrirliggjandi gögn.
  Kastljósinu var beint að því hvernig kennarar nýta starfssamfélög á samfélagsmiðlum í faglegum tilgangi eða sem hluta af starfsþróun sinni. Hugað var að starfssamfélögum eins og Etienne Wenger hefur skilgreint þau. Starfssamfélög eru allt í kringum okkur og við tilheyrum öll einhverjum slíkum bæði í vinnu og einkalífi en samkvæmt Wenger er það hópur fólks sem deilir ástríðu fyrir einhverju sem það fæst við. Í tengslum við starfsþróun kennara voru kenningar Knud Illeris hafðar til hliðsjónar um það hvernig fullorðnir námsmenn læra og þau notuð til að skilja betur það námsferli sem á sér stað hjá kennurum sem þróast í starfi í samfélagi við aðra og þeim áhrifum sem starfsþróun hefur á fagvitund þeirra.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að kennarar nýta starfssamfélög til að deila upplýsingum um áhugavert efni, skiptast á hugmyndum, koma skoðunum sínum á framfæri, leita ráða hverjir hjá öðrum, vekja máls á málefnum líðandi stundar, auglýsa viðburði, námskeið og áhugaverða fyrirlestra ásamt því að þeir leita eftir viðbrögðum frá samfélaginu til að þróa hugmyndir sínar áfram. Þeir kennarar sem rætt var við eru virkir þátttakendur í starfssamfélögum og telja þau skipta máli sem hluta af starfsþróun sinni en þau komi ekki alfarið í staðin fyrir námskeið og ráðstefnur. Einnig telja viðmælendur að starfssamfélög hafi hlutverki að gegna við myndun faglegs tengslanets. Niðurstöður sýna að tengsl eru milli þátttöku kennara í starfssamfélögum, áhugasviðs þeirra og eðli hópanna sem þeir tilheyra.

 • Útdráttur er á ensku

  The main focus of the research is on six communities of practice on Facebook and two on Twitter, and the impact that this participation has on teachers‘ professional development. This is a qualitative research, a netnography, as Robert Kozinets has defined such studies of ethnographic research on the Internet. A study was conducted on the premises of communities of practice as well as interviews with five persons who are participants in the communities on social media. Field study was based on investigators‘ participation in communities of practice and use of social media.
  The research looked at how teachers use communities of practice on social media in their professional development. Communities of practice is defined as a group of people who share a passion for something in their work or every day life, according to Etienne Wenger (1998). All people belong to such communities both at work and in their personal lives, according to Wenger. The theories of Knud Illeris regarding adult learning were taken into account to better understanding the learning process that occurs in teachers professional development in communities with others.
  The main results are that teachers use the communities of practice to share information about interesting topics, ideas, express their views, consult with each other, talk about current affairs, advertise seminars and interesting lectures, as well as look for feedback from the community to continue their development. The teachers interviewed are active in the communities and consider them to be a part of their professional development. They also consider them as having a role in expanding their professional network. Results show that there is a connection among teachers‘ participation in communities of practice, their fields of interest and the nature of the groups to which they belong.

Samþykkt: 
 • 27.11.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23273


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kennarar eru ekki eyland. Áhrif samfélagsmiðla á starfsþróun kennara.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna