is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23274

Titill: 
 • Njótum augnabliksins og stígum af hamstrahjólinu : að vinna með læsi í leikskóla og styrkja starfskenningu mína með ígrundun á eigin starfsháttum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Verkefnið fjallar um starfendarannsókn, sem unnin var á tímabilinu frá ágúst 2014 til sumars 2015. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvernig ég vinn með læsi í leikskóla og um leið að styrkja mig sem fagmann með því að ígrunda eigið starf. Markmiðið var að öðlast skilning á læsi barna með margvíslegum hætti í gegnum leik og virka þátttöku þeirra. Einnig að bæta starfshætti mína varðandi læsi í leikskóla og þróa eigin starfskenningu.
  Rannsóknin fólst í starfendarannsókn þar er rannsakandi skoðaði eigið starf með markvissum og skipulögðum aðferðum. Þau rannsóknargögn sem ég notaðist við á rannsóknarferlinu voru rannsóknardagbók, myndir og hljóðupptökur. Megin rannsóknargagnið var þó rannsóknardagbók mín. Í hana skráði ég hugleiðingar mínar og þær breytingar sem ég gerði á starfinu. Rannsóknin var unnin með þeim 26 börnunum sem voru á deildinni þennan vetur. Helstu rannsóknarniðurstöður benda til þess að með því að huga markvisst að námsumhverfi barna, innan og utan dyra, er hægt að styðja við læsisþróun hjá þeim. Vinnubrögð mín breyttust frá að nota eingöngu kennarastýrð verkefni yfir í að grípa tækifæri þegar áhugi barna birtist og vinna með læsi með margvíslegum hætti með því að nota umhverfið meira en ég gerði áður. Ég upplifði togstreitu í sambandi við leik og nám barnanna, sem fólst í því að þrátt fyrir að vera meðvituð um það að leikur sé mikilvæg þroskaleið barnsins voru skipulagðar stundir ofarlega í huga mér. Það þurfti mikla hugarfarsbreytingu til þess að ná að brjótast út úr viðjum vanans. Ég upplifði breytingar á starfsháttum mínum og áttaði mig á mikilvægi skráninga í leikskólastarfinu til að auka sýnileika faglegs starfs sem þar er unnið.
  Megin niðurstaða rannsóknarinnar var sú að til þess að vinna með læsi í leikskóla, út frá áhugasviði barna, er mikilvægt að hlusta vel á það sem börn segja í leik og grípa námstækifærin sem felast í leiknum. Ég gerði mér einnig grein fyrir því hversu mikið börn læra í útinámi sínu og hvernig hægt er flétta læsi með margvíslegum hætti inn í það.
  Skortur á fagfólki og mannekla getur hamlað framþróun í starfi og er mikilvægt að setja sér raunhæf markmið.

Samþykkt: 
 • 27.11.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23274


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. SigrunbragaLOKASKIL.pdf919.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna