is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23276

Titill: 
  • Gagnrýnin hugsun í kennslu samfélagsgreina : hvernig get ég eflt gagnrýna hugsun?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meistaraprófsverkefni þetta fjallar um hvernig efla megi gagnrýna hugsun nemenda. Um heimildarannsókn er að ræða. Fjallað verður um hugtakið gagnrýna hugsun á fræðilegan hátt og hlutverk þess í lýðræðislegu skólastarfi. Einnig verður birtingu hugtaksins í Aðalnámskrá grunnskóla 2011 gefinn sérstakur gaumur. Í Aðalnámskrá er mikil áhersla lögð á gagnrýna hugsun. Námskráin byggir á sex grunnþáttum menntunar, sem eru: læsi; sjálfbærni; heilbrigði og velferð; lýðræði og mannréttindi; jafnrétti og sköpun sem allt skólastarf skal taka mið af. Þeir tengjast allir innbyrðis og eiga sér meðal annars rætur í gagnrýninni hugsun og lýðræðislegu gildismati. Einnig verður fjallað um lýðræði í skólastarfi og tengsl þess við gagnrýna hugsun. Fræðileg umfjöllun byggir á skrifum innlendra sem og erlendra fræðimanna á sviði heimspeki og menntavísinda. Samfélagsgreinakafla fyrrgetinnar Aðalnámskrár verða gerð ítarleg skil, inntaki hans og áherslum. Rík áhersla er lögð á gagnrýna hugsun í hæfnviðmiðum kaflans og kafað verður dýpra í hvers konar kennsluaðferðir séu best til þess fallnar að mæta þeim. Fjallað verður sérstaklega um sagnalíkanið (e. the story model) en það reynir í senn á gagnrýna hugsun og lýðræðisleg og skapandi vinnubrögð. En í megin dráttum felur hún í sér að fengist er við raunveruleg viðfangsefni sem krefjast lausnaleitar af hálfu nemenda. Útgefið efni um þessa kennslu-aðferð á íslensku er vandfundið. Því vildi ég gera henni ítarleg skil fyrir þá sem vilja auka áherslu á gagnrýna hugsun og lýðræðisleg vinnubrögð í kennslu sinni og mæta þar af leiðandi kröfum Aðalnámskrár. Að lokum geri ég kennsluáætlun byggða á líkaninu. Með því að virkja gagnrýna hugsun nemenda er verið að stuðla að því að börn og unglingar geti meðtekið upplýsingar á gagnrýninn máta, myndað sér skoðun og tekið afstöðu á eigin forsendum. Rannsóknir sýna að notkun kennsluaðferða sem reyna einna helst á gagnrýna hugsun eru lítið notaðar og af því leyti er verkefnið hagnýtt, bæði fyrir starfandi kennara og kennaraefni.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis addresses ways to encourage critical thinking amongst students in social studies. In the national curriculum critical thinking and democracy are emphasised as a significant part of education. The curriculum is built on six fundamental pillars of education, which are: literacy; sus¬tainability; health and welfare; democracy and human rights; equality and creativity. They are all interrelated and have roots in critical thinking and democratic values. The term critical thinking in the national curriculum will be scrutinised. The chapter of social studies in the national curriculum will be reviewed in detail, both its content and emphases. The theoretical section of the thesis is based on the works of domestic and foreign scholars in the fields of philosophy and education. Instruction methods which stimulate critical thinking are discussed. ‘The Story Model’ which is a collection of teaching methods, will be examined as it supports both critical thinking along with democratic and creative methods. It involves real world tasks that require students to find solutions to various problems. Published material on this model in Icelandic is hard to find. For that reason I want to offer an account of it for those who want to put more emphasis on critical thinking and democratic methods in their teaching. Thus meeting the demands and aims of the national curriculum. Strengthen¬ing critical thinking in students sup¬ports their ability to absorb and work with information in a critical manner, to form an opinion and take a stand on their own terms. Research shows that instruction methods that require critical thinking are seldom used, therefore this project can be adopted by working teachers and those in training alike.

Samþykkt: 
  • 30.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23276


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrun_Magnusdottir_med.pdf973.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna