Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23277
Hugmyndir nemenda í framhaldsskólum um gott námsumhverfi.
Í þessari rannsókn eru viðhorf nemenda í framhaldsskólum til námsumhverfis til umfjöllunar með áherslu á hvernig það hentar til náms. Hugmyndir nemenda eru bornar saman við það umhverfi sem er ríkjandi í framhaldsskólum. Með námsumhverfi er átt við húsnæði, húsbúnað, uppröðun borða, skipulag rýmis og annað það sem mótar aðstæður nemenda til náms. Markmiðið er að varpa ljósi á viðhorf nemenda um kjöraðstæður til náms sem hafa má til hliðsjónar við að bæta námsumhverfi skólanna. Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn um starfshætti í framhaldsskólum.
Vettvangslýsingar voru gerðar í 130 kennslustundum í níu framhaldsskólum og tekin 17 hópaviðtöl við samtals 56 nemendur. Skólarnir voru valdir af handahófi úr lagskiptu úrtaki en óskað var eftir sjálfboðaliðum meðal nemenda til að taka þátt í viðtölunum. Stuðst var við svokallaða demantaaðferð (e. dimond ranking) þar sem þátttakendur voru beðnir um að raða myndum af ólíkum aðstæðum til náms á n.k. skala frá því að vera góður staður til að læra á og til þess að vera ekki góður staður til þess að læra á. Þeim var ætlað að komast að sameiginlegri niðurstöðu og rökstyðja hana.
Helstu niðurstöður benda til að í rúmlega helmings kennslustunda sitji nemendur í röðum við einstaklingsborð í hefðbundinni kennslustofu. Nemendum fannst aftur á móti best að læra í umhverfi þar sem þeir hefðu einhvers konar svigrúm, t.d. val um það hvort þeir ynnu sjálfstætt eða með öðrum eða á bókasafani. Þeim fannst síður gott að læra í umhverfi sem er í mjög föstum skorðum og gerir ráð fyrir einhæfum aðferðum til náms.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
2015_MA_verkefni_Sigrún Harpa Magnúsdóttir.pdf | 1.92 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |