en English is Íslenska

Thesis

University of Iceland > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/23280

Title: 
 • Title is in Icelandic Aðgengi að matvöru í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu og nærumhverfi hans og neysluvenjur nemenda
 • Access to Food in an Upper Secondary College and its Immediate Environment and Students Dietary Habits
Keywords: 
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Bakgrunnur: Fjölbreytt og næringarríkt mataræði leggur grunn að góðri heilsu og getur dregið úr líkum á ýmsum lífsstílssjúkdómum. Rannsóknir sýna að ungt fólk hefur tilhneigingu til að velja óholla fæðu á kostnað næringarríkari matvæla og fylgir síður ráðleggingum um mataræði. Flókið samspil margra mismunandi þátta hefur áhrif á fæðuval og geta þeir verið einstaklingsbundnir, félagslegir eða snúið að umhverfinu. Að jafnaði eyðir ungt fólk um tvítugsaldurinn talsverðum tíma dags í skólanum og þarf því að fullnægja hluta af orku og næringarefnaþörf sinni á skólatíma. Framboð á mat í skólanum og í nágrenni hans getur því haft veruleg áhrif á fæðuinntöku. Það er mikilvægt að skólinn hafi jákvæð áhrif á ungt fólk með því að skapa aðstæður sem hvetja til heilbrigðra lífshátta og með fræðslu um mikilvægi næringar.
  Markmið: Að skoða framboð á mat- og drykkjarvörum í mötuneyti Framhaldsskólans í Mosfellsbæ (FMos) og nærumhverfi hans. Kanna neysluvenjur nemenda á skólatíma, viðhorf, upplifun og næringartengda þekkingu.
  Aðferðir og efniviður: Notuð var megindleg þversniðs rannsóknaraðferð og gögnum safnað saman haustið 2014. Úttekt á fæðuumhverfi var gerð eftir gátlista sem byggir á stöðluðum verkferlum og náði yfir alla þá staði sem selja mat og drykkjarvörur innan 1 km radíuss frá skólabyggingunni. Spurt var um neyslu og neysluvenjur á skólatíma, svo og um viðhorf, upplifun og næringartengda þekkingu, með aðstoð spurningalista sem lagður var fyrir 91 nemanda í FMos eða alla þá nemendur sem náð höfðu 18 ára aldri. Svarhlutfall var 69%.
  Niðurstöður: Almennt var framboð af óhollustu; sykruðum drykkjum, skyndibitum og sætindum, meira en framboðið af hollari matvöru eins og ávöxtum og grænmeti og heilkornavörum. Stórmarkaðir bjóða upp á fjölbreyttara úrval bæði af hollustu og óhollustu en aðrir sölustaðir. Í mötuneyti FMos er ekki selt sykrað gos og sælgæti. Framboð af ávöxtum og grænmeti er gott og sömuleiðis á öðrum hollum og næringarríkum mat. Hver nemandi ver að meðaltali 6 klst. (SD 2) í skólanum á dag. Aðeins 9% nemenda segjast borða hádegisverð daglega í mötuneyti skólans og um 4% segjast daglega kaupa mat og drykk í nágrenni hans. Fleiri nemendur segjast kaupa hádegisverð í mötuneyti skólans 3-4 sinnum í viku eða 19% en 13% segjast kaupa hádegisverð á svæðinu í kringum skólann svipað oft. Rúmur helmingur nemenda (51%) taldi staðsetningu skólans ekki hafa áhrif á fæðuval sitt. Næringartengd þekking var nokkur, en takmörkuð að miklu leyti við ráðleggingar um mataræði.
  Ályktun: Framboð af mat- og drykkjarvörum í nágrenni skólans er töluvert en með hlutfallslega miklu úrvali af skyndibitum og annarri óhollustu. Nemendur virðast þó ekki sækja mikið þangað á skólatíma og nota einnig mötuneyti skólans takmarkað. Almennt virðast nemendur á þessum aldri ekki borða mikið á skólatíma, sem gæti skýrst að hluta af stuttum viðverutíma hjá mörgum þeirra. Þeir nemendur sem sækja sér næringu út fyrir skólann á skólatíma, kjósa helst að kaupa mat í stykkjatali, svo sem brauðbollur, jógúrt og annað, frekar en að fá sér heita máltíð í hádeginu, enda fjárráð oft lítil. Þörf er á frekari rannsóknum á mataræði þessa hóps og áhrifum umhverfis á mataræði.

 • Background: A healthy diet, rich in nutrients, is the basis for good health and reduces the risk of developing lifestyle related diseases. Research shows that generally young adults do not base their food consumption on dietary guidelines and tend to gravitate towards unhealthy foods at the expense of more nutritionally rich choices. There is a complex interaction between factors influencing daily food choices, such as personal preferences, social factors, and the environment. Many young adults spend a considerable part of their day in school and therefore rely on meeting their nutritional needs during school hours. Food selections in the school environment can influence student‘s food consumption patterns. This highlights the importance for comprehensive school policies that promote healthy lifestyles and good nutrition through health education initiatives.
  Objective: To investigate food and beverage selection in the Mosfellsbaer Upper Secondary College (FMos) cafeteria and in its local environment, as well as student’s dietary intake, attitudes, experience´s and nutritional health literacy levels (nutritional knowledge).
  Methods: A qualitative cross sectional study was conducted in the fall of 2014. Ninety one students were approached during school hours at FMos and they asked to answer an extensive questionnaire. Response rate was 69%. Participants were students 18 years or older from the general school population. Research on the food environment was made using a checklist that is based on best practice and covered every vendor of food and beverage in a 1 kilometer radius from the main school building and the cafeteria.
  Results: In general, unhealthy food, sugary drinks, fast food, and candy, outnumbered healthy food choices, such as fruits, vegetables, and whole grain food items. Grocery stores offer a larger variety of both healthy and unhealthy food items than other local vendors. The cafeteria at FMos did not offer sugary drinks or candy, and the supply of both fruits and vegetables was ample, along with other healthy nutritionally rich food items. Students spent on average 6 hours (SD 2) a day at school. Only about 9% reported that they ate lunch daily at the school cafeteria and 4% reported that they bought food or beverages daily in the proximity of school. Additionally, only 19% of the students reported that they bought lunch at least 3-4 times a week at the school cafeteria and 13% reported that they bought food or beverage in the vicinity of the school 3-4 times a week. More than half of the participants (51%), did not think that the location of the school influenced their food selection, while 20% reported that it did. Nutritional literacy was found, to a large extent, to be limited to dietary guidelines.
  Conclusion: Accessibility and availability of food and beverages in the school environment is considerable, and is mostly based on fast-food and other unhealthy options. However, students do not seem to use these options extensively, and rarely use the school cafeteria. Furthermore, the students relatively seldom reported consuming food during school hours, possibly affected by relatively short period of attendance each day. Students who ate food items in the vicinity of the school, chose to buy individual items, such as bread rolls and yogurt, rather than hot meals during lunch time. This might possibly be a result of limited resources. Further research is needed to study the dietary habits of this age group and the influence of the local environment on their food choices.

Accepted: 
 • Nov 30, 2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23280


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokautgafa_MPH_HildurBjornsdottir.pdf1.3 MBOpenHeildartextiPDFView/Open