is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23282

Titill: 
  • Titill er á ensku Unintentional injuries among older adults in the capital region of Iceland in 2011-2012. A retrospective observational incidence study
  • Slys aldraðra á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi á árunum 2011-2012. Afturskyggn nýgengnisrannsókn
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Background: Previous studies have found that unintentional injuries represent a common public health problem for older adults and that the incidence of injuries increases with age. Unintentional injuries can have a substantial impact on the lives of older adults and may result in both physical and psychological consequences. In Iceland there is a lack of epidemiological studies on the incidence and risk factors of injuries among older adults.
    Objective: To investigate the yearly frequency of injuries at the emergency department of Landspitali University Hospital (LUH) among adults 67 years and older, along with risk factors such as gender and age as well as causes and consequences of injuries.
    Methods: The primary data source of the study was arrivals of adults 67 and older living in the capital region in Iceland, to the emergency department of LUH, in the years 2011 and 2012. Data on injuries was obtained from registries at Landspitali University Hospital, the Nordic Medico-Statistical Committee (NOMESCO) database and the International Classification of Diseases (ICD-10) coding systems. To assess the differences between groups a chi-square test was used for categorical data. Poisson regression was used to assess the accident rate with regard to age and gender as well as the differences in accident rate between the years 2011-2012.
    Results: There were a total of 4,469 visits among adults 67 years and older to the emergency department of LUH in the study period. The yearly incidence rate for injuries was 106 per 1,000 population. Injury rates increased with age (test for linear trend p<0.001) and were highest in the age group 90 years and older (193 per 1,000 inhabitants ≥ 90 years old). Injury rates per 1,000 women were higher than those per 1,000 men in all the age groups (RR = 1.19, 95% CI 1.11-1.26; p<0.001). The most frequent place of occurrence was in or around homes (3,283/4,469; 73%). Falls were the reason for most injuries (3,302/4,469; 74%) among both women (2,207/2,776; 80%) and men (1,095/1,693; 65%). Fractures were the most common consequences of injuries (1,508/4,922; 31%).
    Conclusions: Findings suggest that preventive measures need to focus on accidents occurring in homes and their surroundings and focus on interventions to prevent falls among the elderly. In addition, interventions should target women and the oldest in the elderly population.

  • Bakgrunnur: Fyrri rannsóknir benda til að slys séu leiðandi orsök meiðsla á meðal aldraðra og að tíðni slysa aukist með aldri. Slys geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, bæði líkamlegar og andlegar. Á Íslandi er skortur á faraldsfræðilegum rannsóknum um slysatíðni meðal aldraðra ásamt áhættuþáttum fyrir slys meðal þessa aldurshóps.
    Markmið: Kannað var hver árlegur fjöldi koma á bráðamóttöku Landspítala háskólasjúkrahúss (LSH) vegna meiðsla af völdum slysa væri á meðal aldraðra á árunum 2011-2012. Áhættuþættir fyrir slysum t.d. aldur og kyn, voru skoðaðir, ásamt orsökum og afleiðingum slysa.
    Aðferðir: Rannsóknarhópurinn samanstóð af einstaklingum 67 ára og eldri, búsettum á höfuðborgarsvæðinu, sem komu á bráðamóttöku LSH á árunum 2011 og 2012. Gagna var aflað úr komuskráningarkerfi NOMESCO og rafrænni sjúkraskrá SÖGU um allar komur vegna slysa, aðstæður slyss og ICD-10 greiningu. Lýsandi tölfræði var notuð til að skoða gögnin. Tengsl milli breyta voru könnuð með kí-kvaðrat prófi og auk þess var Poisson aðhvarfsgreining notuð til að greina hvort það væri munur á fjölda koma á milli áranna 2011 og 2012, aldursflokka og kynja.
    Niðurstöður: Alls voru 4.469 komur aldraðra á bráðamóttöku LSH á tímabilinu. Af hverjum 1.000 íbúum 67 ára og eldri leituðu að meðaltali 106 til bráðamóttökunnar á þessu tímabili vegna meiðsla. Slysatíðni jókst línulega með hækkandi aldri (p<0.001) og var mest í aldurshópnum 90 ára og eldri (193 slys per 1.000 íbúa). Fleiri konur en karlar leituðu á bráðamóttöku LSH á tímabilinu í öllum aldursflokkum af hverjum 1.000 íbúum (RR = 1,19, 95% CI 1,11-1,26). Flest slysanna eða 73% (3.283/4.469) gerðust á heimili eða í næsta nágrenni þess. Helstu orsakir slysanna voru föll (3.302/4.469; 74%), bæði á meðal kvenna (2.207/2.776; 80%) og karla (1.095/1.693; 65%). Algengustu meiðslin voru brot (1.508/4.922; 31%)
    Ályktanir: Niðurstöður gefa til kynna að slysavarnir aldraðra þurfi að beinast að heimilum og leggja áherslu á inngrip sem koma í veg fyrir föll á meðal aldraðra. Auk þess þurfa inngrip að beinast að konum og þeim elstu innan þessa aldurshóps.

Samþykkt: 
  • 30.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23282


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð_Maria_Gudnadottir.pdf445,13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_María.pdf6,23 MBLokaðurYfirlýsingPDF
Yfirlýsing2.pdf305,13 kBLokaðurYfirlýsingPDF