en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/23284

Title: 
 • Title is in Icelandic Málþroski, nám og sjálfsmynd
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í rannsókninni voru skoðuð áhrif málþroska á nám, sjálfstraust gagnvart bóklegum verkefnum og sjálfsmynd nemenda í 6. og 7. bekk í grunnskóla. Kveikjan að rannsókninni á rætur í starfi rannsakanda sem deildarstjóra í sérkennslu við grunnskóla. Á undanförnum árum hefur námsráðgjafi varið meiri tíma í stuðning og viðtöl við nemendur í 6. og 7. bekk vegna námsvanda og erfiðra samskipta við jafnaldra. Skráningar sérfræði- og stoðþjónustu í skólanum sýna að í auknum mæli hafi foreldrar óskað eftir greiningu fyrir börn sín og leitað eftir stuðningi við nám þeirra og líðan. Það er þess vegna mikilvægt að skólar geti mætt slíkum þörfum eins vel og kostur er. Í því ljósi ákvað rannsakandi að vinna út frá rannsóknar-spurningunni: Hvaða áhrif hefur slakur málþroski á nám, sjálfstraust gagnvart bóklegum verkefnum og sjálfsmynd?
  Rannsóknin var eigindleg og rannsóknarsniðið fyrirbærafræði þar sem leitað er eftir reynslu einstaklinga og upplifun þeirra á ólíkum fyrirbærum. Viðtöl voru tekin við fjóra nemendur í 6. og 7. bekk og tvo sérfræðinga, námsráðgjafa og sálfræðing. Nemendurnir eru tveir strákar og tvær stelpur. Sérfræðingarnir eru konur. Viðmælendur búa í Hafnarfirði og koma úr öðrum skólahverfum en rannsakandi starfar í. Þemaskiptur viðtalsrammi var notaður til þess að leita svara við rannsóknarspurningunni.
  Niðurstöður rannsóknarinnar styðja fyrri rannsóknir sem lúta að mikilvægi málþroska í námi nemenda í leik- og grunnskóla. Vísbendingar komu fram um að á leikskólaaldri hefði orðaforði áhrif á skilning nemenda á sögum. Á miðstigi grunnskóla hefur slakur orðaforði áhrif á námsárangur, sjálfstraust nemenda gagnvart verkefnum í bóknámi og sjálfsmynd. Nemendum finnst þeir ekki góðir nemendur þar sem þeir ná ekki sama árangri og aðrir nemendur og það hefur áhrif á sjálfsmynd þeirra. Einnig kom í ljós að umhverfisþættir eins og stuðningur við nám bæði í skóla og heima dragi úr námsvanda nemenda.

Accepted: 
 • Dec 1, 2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23284


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Stefanía Ólafsdóttir.pdf761.77 kBOpenHeildartextiPDFView/Open