is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23285

Titill: 
  • Að róa í sömu átt : hvernig styður orðræða uppeldis til ábyrgðar við skólastarf þar sem allir geta náð árangri?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hefur það aukist að grunnskólar innleiði uppeldisstefnur eða einhverskonar aðferðir til að vinna betur með samskiptafærni og persónulegan þroska nemenda. Telst slík vinna nú vera orðin eitt af mikilvægustu hlutverkum grunnskólans. Helsta hlutverk hans er þó væntanlega nú sem áður að veita börnum alhliða menntun. Meginviðfangsefni þessa verkefnis er að skoða hvernig þessi tvö hlutverk fara saman og hvernig megi ná árangri í báðum.
    Til að nálgast viðfangsefnið var ein uppeldisstefna, uppeldi til ábyrgðar greind með aðferðum orðræðugreiningar og niðurstöðurnar bornar saman við líkan að skólastarfi sem gengur út á að styðja við nám hjá öllum nemendum en þó sérstaklega þeim sem á einhvern hátt hafa veikari stöðu án þess þó að draga úr kröfum um skilning. Líkanið er kennt við höfunda þess Ana M. Morais og Isabel P. Neves sem lagt hafa áherslu á að reyna að einfalda umræðuna um hvað skiptir mestu máli í skólastarfi og fækka þeim þáttum sem taldir eru mikilvægir en gera þá skýrari. Leitast er við að útskýra líkan Morais og Neves og þann kenningalega grunn sem það byggir á en það eru fyrst og fremst kenningar breska félagsfræðingsins Basil Bernsteins. Hugmyndafræði stefnunnar uppeldi til ábyrgðar er greind með hliðsjón af kenningum Bernsteins um orðræðu uppeldis og kennslu (e. pedagogic discourse) og þær niðurstöður síðan bornar saman við líkan Morais og Neves.
    Helstu niðurstöður eru að ef ekki er hugað sérstaklega að þeim þáttum skólastarfs sem talist hafa til hins hefðbundna fræðsluhlutverks hans s.s. námsmarkmið og námsmat þá eru líkur á að orðræða uppeldis til ábyrgðar geti haft neikvæð áhrif á þá. Uppeldi til ábyrgðar getur hinsvegar verið ákjósanleg leið til að efla persónulegan þroska og samskiptahæfni nemenda og ef áhersluþættir annars skólastarfs eru skýrir þá getur orðræða stefnunnar stutt ríkulega við almennt nám nemenda. Með því að hafa líkan Morais og Neves til hliðsjónar geta kennarar og stjórnendur leitast við að hafa þau áhrif á orðræðuna í skólanum að hún efli ekki einungis samskiptahæfni og persónulegan þroska nemenda heldur styðji hún einnig við hefðbundið nám nemenda.

Samþykkt: 
  • 1.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23285


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórgunnur Torfadóttir.pdf1.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna