is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23288

Titill: 
 • Skóli án aðgreiningar : hugmyndir skólastjóra í grunnskólum um skóla án aðgreiningar
 • Titill er á ensku Headmasters viewpoint towards Inclusive Education Policy in Elementary Schools
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Árið 1974 var sett fram í grunnskólalögum ákvæði um að skólinn ætti að vera fyrir alla, að allir hefðu jafnan rétt til náms. Tuttugu árum síðar eða árið 1994 var Salamanca yfirlýsingin samþykkt þar sem talað er um að virkasta leiðin til þess að tryggja menntun fyrir alla sé skóli án aðgreiningar. Á þessum árum var markmiðið að koma til móts við þá nemendur sem voru með skerta námsgetu. Sú sýn hefur þróast og tekið breytingum í þá átt að nú, um 20 árum eftir að Salamanca yfirlýsingin var staðfest, er horft á stefnuna um skóla án aðgreiningar sem leið til að koma til móts við alla nemendur á þeirra forsendum.
  Markmið mitt með rannsókninni var að varpa ljósi á þær hugmyndir og þau viðhorf sem skólastjórnendur í grunnskólum höfðu til stefnunnar skóli án aðgreiningar. Hvernig gengur að vinna eftir stefnunni og hvaða hindranir kunna að standa í vegi fyrir því að hún nái fram að ganga eins og ætlast er til. Rannsóknin var eigindleg viðtalsrannsókn og byggð á viðtölum við 5 skólastjóra á höfuðborgarsvæðinu.
  Niðurstöður leiddu í ljós að allir fimm skólastjórarnir sem rætt var við höfðu ákveðnar skoðanir á því hvað felst í hugtakinu og stefnunni skóli án aðgreiningar, en áherslur þeirra voru ólíkar og ekki voru allir á sama máli um hvaða leiðir eru líklegastar til árangurs. Allir voru þeir samt sem áður sammála um mikilvægi stefnunnar og töldu sig vera að vinna í samræmi við hana. Skólastjórarnir töldu allir að óljós skilaboð frá menntamálayfirvöldum um inntak stefnunar og útfærslu hafi valdið því að ekki var verið að vinna að henni eins og ætlast var til.

 • Útdráttur er á ensku

  In the year 1974, the national education policy was rewritten and, for the first time, it included the idea that school should be for everybody and everyone should have equal right to attend.
  Twenty years later, in 1994, the Salamanca declaration was agreed on, emphasising that inclusive education is the most effective way to ensure education for all. During these years, the goal was to support those who had impaired learning ability. This vision has evolved and changed over time, and now, twenty years after the Salamanca declaration was confirmed, inclusive education is a way to educate all students on their terms.
  My goal with this study is to reflect on the ideas and beliefs that school headmasters have on the inclusion policy, how it is working in practice and what obstacles are preventing it succeeding as intended. The study is a qualitative interview study, based on interviews with five principals in Reykjavík.
  The results indicate that all five headmasters have clear views on the concept and strategy of inclusion, but their ideas and opinions differ on how to best implement the policy successfully. They all agree to the importance of inclusion and consider themselves to be working according to the policy. However, due to misleading messages and input from the educational authorities, they believe that many schools are still not working as they should be towards inclusion.

Samþykkt: 
 • 1.12.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23288


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólafía María Gunnarsdóttir.pdf866.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna