en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2329

Title: 
  • is Barnahermenn: Vestrænar ímyndir og raunveruleikinn, fórnarlömb eða gerendur?
Abstract: 
  • is

    Heimildarritgerð þessi fjallar um barnahermenn. Kenningar og skilgreiningar á barnæsku og barninu eru ræddar og settar í samhengi við viðhorf til barnahermanna. Hugmyndin um að fyrirbærið barnahermenn sé nýtt er hrakin auk þess að benda á fjölbreytileika starfa þeirra. Gerður verður greinarmunur á herdrengjum og stúlkum, störfum þeirra og vandamálum. Fjallað er vestræna slagsíðu er gætir í alþjóðlegri löggjöf og orðræðu hjálpar- og mannréttindasamtaka um barnahermennsku og rætt um árekstur vestrænu ímyndanna við raunveruleikann. Fjallað er um upplifun barna af herjum og hversu frjálst val þeirra til að ganga í herinn er og umræðan tengd við hugmyndir um atbeini. Að auki verður fjallað um framtíðarhorfur fyrrum barnahermanna, afvopnun og endurhæfingu þeirra. Rauður þráður í gegnum ritgerðina er spurningin um atbeini og gerendahæfi, þ.e.a.s. hvort barnahermenn séu fórnarlömb eða gerendur. Ég kemst að þeim niðurstöðum að barnahermenn eru bæði fórnarlömb og gerendur og hlutverkin tvö óaðskiljanleg. Þeir eru fórnarlömb aðstæðna en þó gerendur í eigin lífi.
    [Lykilhugtök: Barnæska, barnahermenn, lög og sáttmálar, atbeini, gerendahæfi, val]

Accepted: 
  • Apr 29, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2329


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
HelgaFinns_BAmannfr_fixed.pdf331.21 kBOpenHeildartextiPDFView/Open