is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23292

Titill: 
  • Munntóbak- og alkóhólneysla hjá íþróttamönnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni er heimildaritgerð sem fjallar um skaðsemi munntóbaks og alkóhóls á frammistöðu íþróttamanna. Fjallað verður um notkun munntóbaks hjá íþróttamönnum og hversu skaðlegt það er heilsu þeirra. Skoðuð var rannsókn sem var gerð í Noregi árið 2012 á ungu afreksíþróttafólki þar sem var athugað hversu stór hluti af 1098 ungmennum nota tóbak og alkóhól með tilliti til hvort þau séu í hópíþrótt eða einstaklingsíþrótt. Samkvæmt niðurstöðum notuðu fleiri drengir en stúlkur munntóbak (19,3 % vs. 11,9%). Notkun á munntóbaki var meiri hjá hópíþróttamönnum heldur en hjá hjá þeim sem stunduðu einstaklingsíþróttir (21,3 % vs. 9,5 %). Skoðuð var rannsókn um frammistöðu og endurheimt hjá íþróttamönnum sem drekka alkóhól. Í þessari ritgerð verður fjallað um áhrif alkóhóls á loftháða þjálfun, loftfirrta þjálfun og almenna endurheimt. Hefur neysla á munntóbaki og alkóhóli áhrif á frammistöðu íþróttamanna? Verkefni þetta er mikilvægt til að upplýsa almennig um skaðsemi vímuefna hvort sem það er samhliða íþróttum eða ekki. Skaðsemi munntóbaks og alkóhóls á frammistöðu íþróttamanna hefur fengið litla athygli og er mitt markmið að opna augu íþróttamanna fyrir neikvæðum áhrifum vímugjafa á heilsuna.

Samþykkt: 
  • 2.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23292


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.2.pdf403.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna