is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23295

Titill: 
  • Tímabilaskipting knattspyrnuþjálfunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Til að ná árangri í knattspyrnu þarf þjálfari að búa að góðu skipulagi. Tímabilaskipt áætlanagerð gefur knattspyrnuþjálfurum aukna hæfni til að setja upp ársáætlun með því markmiði að hámarka afkastagetu leikmanna sinna. Að skipta þjálfun í tímabil með þrepaskiptu álagi eykur líkurnar á því að leikmenn nái hámarksgetu, en áætlunin þarf að vera rétt upp sett og fylgja ákveðnum lögmálum sem tengjast meðal annars tíðni æfinga, æfingamagni og ákefð. Þetta verkefni er gert með það að markmiði að auka þekkingu mína á tímabilaskiptingu og hjálpa þjálfurum að skilja og setja upp þjálfunarskipulag út frá tímabilaskiptingu.
    Margir fræðimenn hafa fjallað um tímabilaskiptingu og má telja að þeirra fremstur sé Tudor O. Bompa. Hann hefur ritað margar bækur og fræðirit um notkun tímabilaskiptingar innan íþróttaþjálfunar. Hinsvegar hefur Raymond Verheijen sérhæft sig í notkun tímabilaskiptingar á sviði knattspyrnuþjálfunar. Efni þessa lokaverkefnis byggist að mestu leyti upp á hans verkum. Í verkefninu er að finna faglega og fræðilega undirstöðu tímabilaskiptingar og þjálfunarlífeðlisfræðilegar tengingar við þjálfun. Dæmi um tímabilaskipta ársáætlun fyrir knattspyrnulið á Íslandi, ásamt uppsetningu vikuáætlunar með og án keppnisleikja. Sýnd eru dæmi um uppbyggingu heildartímabila miðað við íslenskt knattspyrnutímabil, sýnishorn af fjögurra vikna áætlun á undirbúnings-, keppnis- og hvíldartímabili.

Athugasemdir: 
  • Ekki til prentað eintak.
Samþykkt: 
  • 2.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23295


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs-lokaverkefni-Þóroddur-Einar.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna