is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23296

Titill: 
  • Tímabilaskipting Handknattleiks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þjálfunarskipulag í handknattleik er í sífelldri þróun sem og vísindin á bakvið þjálfun og undirbúning handknattleiksmanna fyrir átök og keppnir. Þessi þróun fylgir því að skilningur manna á líkamanum og áhrifum þjálfunar á hann er alltaf að aukast. Tímabilskipting í handknattleik veitir þjálfurum betri yfirsýn yfir ferli handknattleiksþjálfunar, markmiðasetningu og frammistöðu leikmanna. Með þessu verkefni er kynnt tímabilaskipting handknattleiks og hvernig er mögulegt að beita slíku fyrirkomulagi í uppsetningu og framkvæmd. Margir fræðimenn hafa rannsakað efni í tengslum við tímabilaskiptingu íþróttagreina, en Tudor O. Bompa hefur hvað mest rannsakað og skrifað um almenna tímabilaskiptingu í þjálfun. Efni verkefnisins er að stórum hluta byggt á rannsóknum Bompa og vísindagreinum frá tímaritinu Aspetar Sports Medicine Journal. Með þessu verkefni vill höfundur vekja áhuga á tímabilaskiptingu í handknattleik sem þjálfarar, leikmenn og aðrir áhugamenn geta stuðst við í framtíðinni.

Athugasemdir: 
  • Ekki til prentað eintak.
Samþykkt: 
  • 2.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23296


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Tímabilaskipting Handknattleiks Bergvin Gísli Guðnason lokaútgáfa.pdf847.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna