is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23299

Titill: 
  • Réttarstaða barna sambúðarfólks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Frá því í árdaga siðmenningar hefur verið mikill munur á réttarstöðu barna sem fæðast utan hjónabands og þeirra sem fæðast innan þess. Lengi vel var litið svo á að óskilgetin börn væru ávöxtur lausasambands foreldra og hlutu þau því lakari réttarstöðu samkvæmt því. Í dag segir 1. mgr. 1. gr. barnalaga nr. 76/2003 að öll börn eigi að njóta sömu réttinda án tillits til stöðu foreldra.
    Í upphafi verður fjallað stuttlega um hugtakið óvígða sambúð og hver er helsti munurinn á því sambúðarformi og hjúskap. Næst verður sjónum beint að rétti barna. Fjallað verður um réttindi barna annars vegar í ljósi sögulegra viðhorfa, þar sem rifjað verður upp hvernig réttarstaða barna sambúðarfólks hefur breyst samhliða nýjum lögum og breyttum þjóðfélagsaðstæðum. Hins vegar verður lögð áhersla á hvernig réttarstöðu barna er háttað í dag og jafnframt reynt að svara spurningunni hvort jafnræði barna sé fyllilega tryggt með núgildandi lögum. Að lokum verður farið stuttlega yfir hvernig þessum málum er farið meðal nágranna okkar á Norðurlöndunum.

Samþykkt: 
  • 3.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23299


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal KBS.pdf355,31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_KristínBjörg.pdf409,42 kBLokaðurYfirlýsingPDF