en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/23301

Title: 
  • Title is in Icelandic Handskrift getur verið vandlærð list : verkefnabók fyrir byrjendur í handskrift
  • Title is in Icelandic Handwriting may be an arduous task : a workbook
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ágrip
    Meginmarkmið þessa meistaraverkefnis var að útbúa verkefnabækur sem
    byggjast á bókstafainnlögn og handskrift. Áhersla var lögð á að allir bókstafir,
    orð og myndir séu gerð með litlum hjálparstrikum sem barnið getur
    skrifað ofan í og kalla ég þetta sporun í ritgerðinni. Sporunin er ætluð sem
    hjálpatæki til þess að börn hafi stuðning þegar þau byrja að læra að skrifa.
    Myndirnar í verkefnabókunum voru teiknaðar þannig að nemendur geti
    litað þær og styrkja þá í leiðinni fínhreyfingar sínar. Auk þess eru hjálpar
    örvar á fyrstu bókstöfunum til að leiðbeina barninu um hvernig dregið er til
    stafsins. Vinnubækurnar verða fjórar og verða átta bókstafir stafrófsins
    kynntir í hverri bók.
    Í fyrstu vinnubókinni voru tíu myndir teiknaðar út frá sígildu ævintýri frá
    Walt Disney um Fríðu og dýrið sem ætla má að flest börn þekki. Ævintýrinu
    er ætlað að kveikja áhuga nemenda á námsefninu. Einnig eru rúmlega 70
    litlar myndir sem tengjast orðunum sem eru sporuð í verkefnabókinni.
    Jafnframt er talsvert af orðum í bókinni sem ríma en það styrkir léttasta
    þáttinn í hljóðkerfisvitund og kennir börnum að þekkja orð sem ríma. Góð
    hljóðkerfisvitund er grundvallar undirbúningsþáttur fyrir lestrarnám sem
    felst í því að hafa góða tilfinningu fyrir öllum hljóðeiningum málsins (Catts
    og Kamhi, 2005).
    Námsefnið er ætlað börnum á aldrinum 4-6 ára. Verkefnabækurnar gefa
    líka foreldrum og öðrum uppalendum tækifæri til að hjálpa börnum við að
    undirbúa og æfa sig í handskrift áður en formleg skólaganga hefst.
    Gerð var þátttökuathugun með opnum viðtölum á vettvangi þar sem
    börn á elsta stigi leikskóla og nemendur í 1. bekk grunnskóla tóku þátt í að
    vinna í verkefnabókinni. Auk þess tók ein amma þátt í rannsókninni með því
    að fá tvö barnabörn til að vinna í verkefnabókinni.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að öll börnin sem tóku þátt í
    rannsókninni fannst vinnan í henni vera ákaflega áhugaverð. Áhugi barnaanna
    á verkefnabókinni var eins og rauður þráður í gegnum allar þátttökuathuganir
    sem gerðar voru á vettvangi.

Accepted: 
  • Dec 4, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23301


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ólöf Guðrún Björnsdótt%09ir.pdf með verkefnabók.pdf3.69 MBOpenPDFView/Open