is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23310

Titill: 
  • Nauðganir og hópnauðganir. Hvar eiga þær sér stað og hverjar eru afleiðingarnar?
  • Titill er á ensku Rape and gang rape. Where do they occur and what are the consequences?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að finna út hverjar afleiðingar nauðgana og hópnauðgana eru, hvort munur væri á afleiðingum eftir kyni þolenda og hvar nauðganir og hópnauðganir eiga sér stað. Rannsóknin var megindleg, unnið var úr fyrirliggjandi gögnum frá Stígamótum frá árunum 2010-2014. Helstu afleiðingar sem þolendur nauðgunar upplifðu voru: a) reiði, b) depurð, c) léleg sjálfsmynd, d) kvíði og e) félagsleg einangrun. Helstu afleiðingar sem þolendur hópnauðgunar upplifðu voru: a) léleg sjálfsmynd, b) depurð, c) kvíði, d) reiði, e) einbeitingarerfiðleikar, f) skömm og g) erfiðleikar í tengslum við maka og vini. Neysla á áfengi, öðrum vímuefnum eða mat og athafnir sem geta skert lífsgæði eða haft áhrif á daglegt líf voru skoðaðar. Fæstir þolendur nauðgana fundu fyrir löngun til neyslu eða annarra athafna sem geta skert lífsgæði þeirra. Þeir sem fundu þó fyrir löngun til neyslu leituðu helst í mat, áfengi og önnur vímuefni. Þolendur hópnauðgana leituðu einnig í mat, áfengi og önnur vímuefni en karlar sóttu auk þess í klám og kynlíf í kjölfar hópnauðgunar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að nauðgun auki líkurnar á hegðunarerfiðleikum hjá konum sem þær skilgreina sjálfar að þær upplifi og kynlífsiðkun eða kynlífsfíknar hjá körlum. Einnig er hægt að álykta út frá niðurstöðum að hópnauðgun geti aukið klámáhorf og kynlífsiðkun og þar með líkurnar á klám- og kynlífsfíkn hjá körlum. Auk þess virðist sem hópnauðgun auki líkurnar á a) lélegri sjálfsmynd, b) einbeitingarerfiðleikum, c) erfiðleikum með kynlíf, d) erfiðleikum í tengslum við maka og vini, e) ótta, f) sjálfssköðun, g) sjálfsvígshugsunum, h) sjálfsvígstilraunum, i) matarfíkn, j) áfengis- og vímuefnafíkn hjá konum. Algengast var að konum og körlum væri nauðgað og hópnauðgað á heimili geranda.
    Lykilorð: nauðgun, hópnauðgun, afleiðingar nauðgana, Stígamót, staðsetning nauðgana.

Samþykkt: 
  • 9.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23310


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elsa.Guðrún.Sveinsdóttir.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna