is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23312

Titill: 
  • „Það er á öllu litrófinu.“ Samvinna félagsráðgjafa í barnavernd við lögmenn
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Samkvæmt ársskýrslu Barnaverndarstofu hefur aðkoma lögmanna að barnaverndarmálum aukist. Markmið þessarar ritgerðar var að skoða hvernig samvinnu er háttað á milli barnaverndarstarfsmanna og lögmanna í barnaverndarmálum. Meginmarkmið ritgerðarinnar var að gefa heildarsýn á það hvernig lögmönnum og barnaverndarstarfsmönnum gengur að vinna í sameiningu að barnaverndarmálum. Í fyrsta lagi var sjónum beint að málum sem lögmenn koma að. Í öðru lagi var kannað hvort málsmeðferð barnaverndarmáls breytist við aðkomu lögmanna og í þriðja lagi var litið til réttinda og hagsmuna barna þegar lögmaður kemur að þeirra máli. Rannsóknin var framkvæmd með eigindlegri rannsóknaraðaðferð. Tekin voru viðtöl við sex félagsráðgjafa og einn ráðgjafa í fjórum sveitarfélögum sem allir störfuðu við barnavernd. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að barnaverndarstarfsmenn voru sammála um að aukning væri á aðkomu lögmanna að barnaverndarmálum. Aftur á móti var upplifun barnaverndarstarfsmanna á samvinnu við lögmenn með tvennum hætti. Annars vegar var samvinnan mjög góð þar sem lögmenn unnu fyrir foreldra og gættu hagsmuna foreldra og barns. Hins vegar var ekki um eins góða samvinnu að ræða en í þeim tilfellum voru lögmenn einungis að gæta réttinda foreldris og hugsuðu síður um aðstæður og aðbúnað barns. Aðkoma lögmanna hefur áhrif á málsmeðferð á þann hátt að málið vinnst hraðar og hægt er að komast fyrr að niðurstöðu máls. Það getur líka tafið mál í þeim tilvikum þar sem lögmenn neita allri samvinnu við barnaverndarstarfsmenn. Aðkoma lögmanna hefur ekki áhrif á hagsmuni barns eða þátttöku í barnaverndarmálum nema í einstökum tilfellum þar sem lögmaður reynir að koma í veg fyrir að barnaverndarstarfsmenn séu í samskiptum við börnin.

Samþykkt: 
  • 10.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23312


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það er á öllu litrófinu. Samvinna félagsráðgjafa í barnavernd við lögmenn.pdf726.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna