is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23313

Titill: 
 • ÁTAK, stuðningsúrræði vegna skólasóknar: Upplifun-reynsla-árangur
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • ÁTAK er sértækt stuðningsúrræði fyrir börn, í áhættuhópi vegna slakrar skólasóknar, og foreldra þeirra. Þetta er þróunarverkefni sem hófst árið 2009 í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis og hefur verið unnið í samstarfi við grunnskólana á því svæði sem Þjónustumiðstöðin sinnir. Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort ÁTAK hafi skilað árangri í bættri skólasókn og skoða upplifun og reynslu allra málsaðila. Þá er átt við börn, foreldra, aðila frá skólum og starfmenn ÁTAKS. Notast var við blandaðar rannsóknaraðferðir þar sem tekin voru 5 eigindleg viðtöl og dagálar úr málaskrá Reykjavíkurborgar voru innihaldsgreindir samkvæmt megindlegum aðferðum. Helstu niðurstöður sýndu fram á góðan árangur ÁTAKS. Niðurstöður sýndu fram á ákveðna þætti sem þóttu vera hjálplegir í ÁTAKI en þeir voru agi, aðhald og rammi, sameiginlegu fundirnir þar sem allir gátu komið sínu á framfæri, ekki síst nemandinn, og að sett séu raunhæf markmið fyrir nemandann. Einnig var mikilvægt að tekið væri á samskiptavanda innan fjölskyldunnar, ef þess var þörf, en einn helsti þátturinn sem jók líkur á góðum áhrifum var að bæði starfsmenn ÁTAKS og unglinga- og félagsráðgjafinn byggðu upp traust milli sín annars vegar og nemendans og fjölskyldu hans hins vegar. Niðurstöður sýndu einnig að ÁTAK getur nýst sem forvörn gagnvart frekari þróun skólarsóknarvandans. Það getur nýst sem greiningartæki, til dæmis ef að þátttakandi þarf frekari aðstoð eða sýnir áhættuhegðun. Einnig kom fram mikilvægi eftirfylgdar fyrir barnið og foreldra eftir þátttöku í ÁTAKI.
  Lykilorð: Skólaforðun, ÁTAK, grunnskóli, félagsráðgjöf

 • Útdráttur er á ensku

  ÁTAK is a specific programme of support intended for children, at risk of poor school attendance, and their parents. This is a development project that began in 2009 in the Municipal Service Center of Laugardalur and Háaleiti and has been implemented in collaboration with primary schools in the area of the Service Center. The main objective of this research is to examine whether ÁTAK has delivered results in improved attendance and examine the experiences of all parties. This refers to the children, parents and the staff of the schools and at ÁTAK. A mixed methodology that entails five qualitative interviews was used and the journals of the register of Reykjavik were content analyzed under quantitative methods. The main results demonstrated the success of ÁTAK. Results showed certain aspects that were thought to be helpful in ÁTAK. They were discipline, support, framework, joint meetings where everyone had a voice , especially the student, and the establishment of realistic and achievable goals for the student. It was also important to address any communication problems that may have existed within the family. The main factor in increasing the likelyhood of a good resolution was trust between the staff of ÁTAK, the youth counselor and social worker and the student and his family. Results also showed that the effort may be used as preventive methods against the further development of school refusal. It can be used as a diagnostic tool, for example, if a participant needs additional support or shows risk behaviour. Results also noted the importance of follow-up for the child and the parents after participating in ÁTAK.
  Keywords: School refusal, ÁTAK, primary school, social work

Samþykkt: 
 • 10.12.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23313


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin lokadrög pdf.pdf1.89 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna