is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23314

Titill: 
 • Þekking, beiting og viðhorf fagfólks til aðferða hópvinnu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Gagnsemi og árangur hópvinnu hefur um tíma vakið athygli rannsakenda. Þeir hafa meðal annars skoðað hvað sé til staðar í hópvinnu sem stuðli að árangri. Í gegnum rannsóknir og athuganir hefur árangur hópvinnu komið greinilegar í ljós. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi hópvinnu með mismunandi hópum einstaklinga. Þrátt fyrir gagnsemi hópvinnu benda rannsóknir og fræðileg skrif til þess að hópvinnu sé ekki gefin nægilegur gaumur og sé jafnvel vannýtt aðferð.
  Með þessari rannsókn var áætlað að skoða stöðu hópvinnu á Íslandi. Markmiðið var að skoða notkun hópvinnu hjá félagsráðgjöfum, iðjuþjálfum og sálfræðingum. Rannsóknarspurningarnar voru þrjár: Hvernig eru félagsráðgjafar, iðjuþjálfar og sálfræðingar að nýta hópvinnu sem aðferð í starfi? Hvert er viðhorf félagsráðgjafa, iðjuþjálfa og sálfræðinga til hópvinnu? Telja félagsráðgjafar, iðjuþjálfar og sálfræðingar að þeir hafi þá menntun og færni sem til þarf til að leiða hópvinnu? Til að svara rannsóknarspurningum var notuð megindleg rannsóknaraðferð þar sem rafrænn spurningalisti var lagður fyrir félagsráðgjafa, iðjuþjálfa og sálfræðinga í gegnum fagstéttarfélög þeirra. Alls bárust 282 svör og var svarhlutfall 24%.
  Helstu niðurstöður leiddu í ljós að notkun hópvinnu var að einhverju leyti takmörkuð. Notkun hennar var hlutfallslega mest hjá iðjuþjálfum en minnst meðal félagsráðgjafa. Viðhorf gagnvart hópvinnu var jákvætt hjá nær öllum þátttakendum. Þeir töldu sig einnig flestir sig hafa þá færni og þekkingu sem til þurfti til að geta beitt aðferðum hópvinnu. Hins vegar voru þátttakendur ekki á sama máli um hvort þeir töldu sig hafa fengið kennslu og þjálfun í aðferðum hópvinnu í námi sínu en hlutfallslega flestir iðjuþjálfar voru sammála þeirri fullyrðingu. Í umræðum var velt upp athugunum um takmarkaða notkun hópvinnu þrátt fyrir jákvætt viðhorf. Samkvæmt rannsóknum eru ýmsir áhrifaþættir sem geta hindrað framferði hópvinnu. Vonast er til þess að niðurstöður geti orðið fagfólki til hvatningar til að beina athygli sinni að stöðu hópvinnu.
  Lykilorð: Hópvinna – fagaðilar – viðhorf – þekking – vinnuaðferðir

 • Útdráttur er á ensku

  The usefulness and effect of group work has often grabbed the attention of researchers. They have observed what it is in group work that promoted success. Through research and observations the effect of group work has emerged. Past studies have shown the useful affect that group work can have with a variety of individuals. Despite the effect of group work, some scholars and researchers have however worried about the lack of use of group work and the little space she seemes to be getting in practice.
  This study’s aim was the to look at the status of group work in Iceland. The purpose was to examine the usage, attitude and knowledge of group work with social workers, occupational therapists and psychologists. The three research questions were: How are social workers, occupational therapists and psychologists using group work as a method in practice? What attitude do social workers, occupational therapists and psychologists have about group work? Do social workers, occupational therapists and psychologists believe they have the education and the skills required to lead group work? To answers the research questions a quantitative research method was used and an electronic questionnaire sent to social workers, occupational therapists and psychologists through their associations offices. The research received 282 responses witch calculated to be 24% responsivity.
  The study’s results indicated that the usage of group work is partly limited. Comparatively occupational therapists used group work the most while social workers used it the least. The participant’s attitude towards group works was highly positive. They also nearly all agreed they had the skills required to use group work. However, participants did not all agree about the education and training in group work they had received in their studies but comparatively most occupational therapists thought they had. Speculations about the limitate usage of group work even though attitude was positive were discussed. According to research there are divers factor that can balk the use of group work. Hopefully this research will encourage professionals to divert their attention to the status of group work in the future.
  Keywords: Group work/therapy – professionals – attitude – knowledge – work methods

Samþykkt: 
 • 10.12.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23314


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aníta Kristjánsdóttir-Hópvinna.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna