is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23317

Titill: 
  • Samningar andstæðir lögum. Þegar samkeppnisákvæði í ráðningarsamningum ganga of langt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samningar andstæðir lögum eru til í mörgum myndum, m.a. þegar samkeppnisákvæði í ráðningarsamningum ganga of langt, sem er aðal umfjöllunarefni þessarar ritgerðar. Samkeppnisákvæði í ráðningarsamningum hafa verið við lýði hér á landi um nokkurt skeið og eru mörg fordæmi fyrir því að slík ákvæði séu talin of víðtæk og ganga þar með of langt, með tilliti til þess að hvort þau raski samningsstöðu aðila. Þessi ákvæði hafa á síðustu árum og áratugum orðið töluvert algengari en áður og hafa skipað sér nokkuð stóran sess. Það getur verið nauðsynlegt fyrir sérhæfð fyrirtæki sem byggja starfsgrundvöll sinn á viðkvæmum upplýsingum að láta háttsetta starfsmenn sína, sem oft búa yfir trúnaðarupplýsingum, skrifa undir samninga sem innihalda slík ákvæði til einhvers tiltekins tíma. Með þeim hætti geta fyrirtækin tryggt, að starfsmaðurinn fari ekki að vinna fyrir samkeppnisfyrirtæki eða stofni sjálfur fyrirtæki í beinni samkeppni við fyrrum atvinnurekanda, sem kynni að stofna starfsgrundvelli þess fyrirtækis í hættu.
    Með því að skrifa undir ráðningarsamning með slíku ákvæði afsala menn sér vissum atvinnuréttindum og samþykkja þar með skerðingu á atvinnufrelsi sínu. Því þarf að velta upp spurningunni um hvort það megi semja um allt, þ.e. hversu víðtækt er samningsfrelsið og einnig skoða það hvenær þessi skerðing á atvinnufrelsi er of víðtæk og hvernig skorið er úr því hvað telst of víðtæk skerðing hverju sinni.
    Umfjöllun þessarar ritgerðar mun fyrst og fremst beinast að ráðningarsamningum sem eru andstæðir lögum, nánar tiltekið þegar ofangreind samkeppnisákvæði í ráðningarsamningum eru talin ganga of langt. Þar sem þessi ákvæði hafa um nokkurt skeið sett mark sitt á íslenska réttarframkvæmd verður m.a skoðað hversu vel þau samræmast lagaákvæðum um atvinnufrelsi, m.a. með hliðsjón af innlendri og erlendri dómaframkvæmd.

Samþykkt: 
  • 11.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23317


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Sædís Birta.pdf470.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_SædísBirta.pdf402.64 kBLokaðurYfirlýsingPDF