is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23320

Titill: 
  • Túlkunarregla EES-réttar. Skyldan til að skýra reglur landsréttar til samræmis við reglur EES-réttar og takmörk þess
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið EES-samningsins var að stofna einsleitt evrópskt efnahagssvæði milli ESB og aðildarríkja þess, ásamt EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi og Lichtenstein. Til þess að gera þetta mögulegt þurftu EFTA-ríkin að innleiða þann hluta ESB-réttarins inn í landsrétt sinn er varðar fjórfrelsið, ásamt samkeppnisreglum, reglum um ríkisstoð og reglum um hugverkaréttindi.
    Ekki er nægjanlegt að sömu reglur gildi á öllu efnahagssvæðinu heldur þarf túlkun og beiting reglnanna einnig að vera samræmd. Í þessu felst meðal annars að íslenskum dómstólum ber skylda til að skýra reglur landsréttar til samræmis við reglur EES- réttar, sem er meginefni þessarar ritgerðar.
    Í ritgerðinni verður leitast við að varpa ljósi á þá túlkunarreglu að skýra beri landsrétt til samræmis við reglur EES-réttar. Í því tilliti verður inntaki reglunnar lýst ásamt uppruna og gildissviði hennar. Fjallað verður um þau takmörk sem eru fyrir beitingu hennar sem og afleiðingar þess að samræmdri túlkun verði ekki komið við.

Samþykkt: 
  • 14.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23320


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Svandís María Ketilsdóttir.pdf667.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Svandís.pdf414.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF