is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23321

Titill: 
 • Verklag félagsráðgjafa og aðgengi að þjónustu þeirra á klínískum sviðum Landspítala háskólasjúkrahúss
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknin fjallar um verklag félagsráðgjafa í tengslum við aðgengi að þjónustu þeirra innan Landspítala háskólasjúkrahúss. Markmið rannsóknarinnar er að kortleggja hvernig mál þjónustuþega berast inn á borð félagsráðgjafa á klínískum sviðum Landspítalans. Tilgangur rannsóknarinnar er að varpa ljósi á núverandi stöðu félagsráðgjafa innan spítalans og efla sýnileika þeirra gagnvart þjónustuþegum og öðru fagfólki. Framkvæmd var eigindleg rannsókn og átta hálfstöðluð opin viðtöl tekin við starfandi félagsráðgjafa og verkefnastjóra ásamt stjórnanda félagsráðgjafa á geðsviði spítalans.
  Helstu niðurstöður gefa vísbendingar um að verklag sé að jafnaði á þrjá vegu: (1) Tilvísunar- og beiðnakerfi, (2) þverfaglegir teymisfundir, (3) óformlegt verklag. Niðurstöður benda einnig til að styrk- og veikleika sé að finna innan núverandi verklags. Á sumum sviðum var verklag vel skipulagt þar sem áhersla var lögð á fyrirliggjandi verklag félagsráðgjafa og annarra heilbrigðisstarfsmanna auk þess sem ábyrgð hvers fagaðila var skýr. Á öðrum sviðum var verklag óljósara og ekki í föstu ferli. Þá benda niðurstöður til þess að sýnileiki félagsráðgjafa gagnvart þjónustuþegum væri ekki nægur. Af niðurstöðum að dæma má draga þá ályktun að þjónustuþegar myndu frekar óska eftir þjónustu félagsráðgjafa ef aðgengi og verklag væri þeim skýrt og auðsýnilegt.
  Lykilorð: Verklag, félagsráðgjöf, sjúkrahús, þjónustuþegar, beiðna- og tilvísunarkerfi, teymisvinna.

 • Útdráttur er á ensku

  The study focuses on aspects of practice regarding clinical social workers and access of their services at the University Hospital Landspítali, the biggest healthcare provider in Iceland. The aim of this study was to map and shed light on how the issues of the service users are actually presented for the social workers’ clinical areas of Landspítali. It was done by highlighting the status of social workers within the hospital and promoting their visibility to service users and other professionals. The research was conducted by eight semi-structured interviews with the hospital’s social workers and project managers, as well as the senior officer of social workers. The study revealed both strengths and weaknesses in the practice of social workers. The main results show that the practice of social workers within University hospital is variable, and as a rule conducted in one of three ways: (1) Referral system arrangements, (2) Interdisciplinary team meetings and (3) Informal practice. In some areas the practice is well organized with emphasis placed on the existing practice of social workers and other health care professionals, where the responsibility of each professional is clearly defined in the team’s meetings. It was, however, established that practice in some areas was not defined well enough and even rather undefined. The study’s results also revealed the lack of clarity of practice for social workers within the institution in relation to the service users. The conclusion may be drawn that the service users would rather request the services of social workers if their accessibility and procedures were more visible and defined.

  Keywords: practice, social work, service user, referall system, team work.

Samþykkt: 
 • 14.12.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23321


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_ritgerd_Loka_Verklag felagsradgjafa við svið LSH_Heild_Skemma_des2015.pdf756.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna