is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23323

Titill: 
 • Viðbótargreiðsla í kjölfar ólögmætra gengislána
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Peningalán er bundin voru við gengi erlendra gjaldmiðla voru ansi algeng hér á landi síðustu árin fyrir bankahrun. Þar fengu lántakar afhentar íslenskar krónur sem þeir endurgreiddu síðan í sömu mynt, miðað við gengi erlendra gjaldmiðla á greiðsludegi einstakra afborgana. Greint var á milli þeirra lána annars vegar og lögmætra lána í erlendum gjaldmiðlum hins vegar.
  Á árinu 2008 féll gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum myntum. Dæmi var um að eftirstöðvar lánanna hafi tvöfaldast, en áhrifin voru mismunandi eftir hvaða mynt, eða reiknieiningu, lánin miðuðu við. Á sama tíma var lögmæti slíkra lána dregið í efa.
  Markmið ritgerðarinnar er að fjalla um uppgjör í kjölfar þess að lán, er innihéldu ólögmæta gengistryggingu, voru endurreiknuð. Þar sem vextir þeir, er notaðir voru við endurreikning lánanna, voru mun hærri en þeir vextir sem lánasamningarnir gerðu ráð fyrir, leiddi endurreikningur lánanna í sumum tilvikum til þess að ógreiddum eftirstöðvum afborgana var bætt við höfuðstól lánanna, jafnvel þótt skuldarar hafi staðið að fullu í skilum miðað við upphaflegan útreikning afborgana.
  Í kafla tvö er stuttlega gert grein fyrir ólögmætum gengislánum ásamt því að grundvallar dómar um efnið verða reifaðir. Í kafla þrjú verða þær grundvallarreglur skoðaðar, sem meginreglan um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu byggir á. Fjórði og jafnframt umfangsmesti kaflinn gerir annars vegar grein fyrir meginreglunni um viðbótargreiðslu og hins vegar verður dómaframkvæmd skoðuð varðandi viðbótargreiðslu í kjölfar rangs lagaskilnings á ófrávíkjanlegum ákvæðum laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu.

Samþykkt: 
 • 14.12.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23323


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðbótargreiðsla í kjölfar ólögmætra gengislána.pdf283.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_BrynjarDarri.pdf410.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF