is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23324

Titill: 
  • „Þetta er stórt púsluspil“ Búseta barna í stjúpfjölskyldum.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er greint frá rannsókn sem hafði það markmið að kanna upplifun foreldra og stjúpforeldra af búsetu barna í stjúpfjölskyldum. Í rannsókninni var leitað svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvernig er búsetufyrirkomulag meðal barna í stjúpfjölskyldum? Hver eru áhrif búsetu á veittan stuðning? Hver er upplifun mæðra og stjúpmæðra af búsetu barna í stjúpfjölskyldum? Í rannsókninni var stuðst við blandaðar rannsóknaraðferðir. Rafrænn spurningalisti var lagður fyrir 593 stjúpforeldra og var svarhlutfall könnunarinnar 45%. Einnig voru tekin viðtöl við fimm konur í stjúpfjölskyldum þar sem leitast var við að fá fram upplifun þeirra af búsetu barna, samskiptum og tengslamyndun. Niðurstöður sýndu að börn voru í langflestum tilvikum með skráð lögheimili hjá móður sinni og dvöldu að jafnaði meira á heimili móður og stjúpföður en föður og stjúpmóður. Auk þess bentu niðurstöður til þess að búseta barns hefði áhrif á fjárhagslegan stuðning. Fram kom að þau börn sem talin eru búa á heimilinu fá meiri fjárhagslegan stuðning en þau sem koma í umgengni. Í niðurstöðum kom fram að megináskoranir stjúpfjölskyldna eru af tvennum toga. Annars vegar að skapa stöðugleika og samstarf milli heimila og hins vegar að skapa fjölskylduheild innan heimilisins þar sem tvær fjölskyldur sameinast í eina. Fram kom að tengsl, bæði milli heimila og innan stjúpfjölskyldunnar taka sífelldum breytingum og verkefnið að skapa nýtt jafnvægi krefst viðvarandi athygli í daglegum athöfnum og samskiptum.

Samþykkt: 
  • 14.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23324


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Diljá Kristjánsdóttir-nytt.pdf1.82 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna