is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23325

Titill: 
  • Að missa félagslegt húsnæði í Reykjavík: Einkenni hópsins, ástæður og afdrif
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða helstu einkenni þess hóps sem missti félagslegt húsnæði vegna riftun á leigusamingi og/eða útburðar í Reykjavík. Jafnframt var skoðað hvaða ástæður lágu að baki riftunar og hver afdrif einstaklinganna voru eftir flutninga úr félagslegu húsnæði. Rannsóknin var megindleg, þar sem innihaldsgreining á fyrirliggjandi gögnum fór fram á skrifstofu Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Sérstakur gátlisti var hafður til hliðsjónar við innihaldsgreininguna. Niðurstöðurnar eru í formi lýsandi tölfræði. Unnið var úr gögnunum í tölfræðiforritinu SPSS.
    Alls voru skoðaðir 110 einstaklingar sem misstu félagslegt húsnæði á árunum 2012-2015, annað hvort eingöngu vegna unar og þeir sem jafnframt voru bornir út. Helstu niðurstöður sýndu að 67% kvenna fengu einungis riftun á leigusamningi og 33% karla. Flestir voru einhleypir eða 67% og flestir leigðu í 0-2 ár, það er 39%. Þegar félagslegur bakgrunnur var skoðaður kom fram að 79% voru með sögu um geðræn vandkvæði og 64% með sögu um vímuefnafíkn (39% voru með sögu um bæði). Helsta ástæðan fyrir riftuninni voru húsaleiguskuldir, hjá 74% einstaklinga og flestir fóru á almennan leigumarkað eftir riftun á leigusamningi, 38%.
    Af þeim sem bornir voru út í kjölfar riftunar á leigusamningi, voru 54% karlar og 46% konur. Flestir voru einhleypir, eða um 69% og 51% leigðu í 0-2 ár. Flestir höfðu sögu um geðræn vandkvæði, 87% og þeir sem höfðu sögu um vímuefnafíkn voru 57% (41% voru með sögu um bæði). Flestir fengu riftun á leigusamningi vegna húsaleiguskulda, 85% og flestir voru húsnæðislausir eða dvöldu hjá öðrum eftir útburð, eða um 53%. Niðurstöðurnar ættu að veita ágæta sýn yfir helstu einkenni hópsins og ættu að gagnast fagaðilum sem vinna með einstaklingum sem eiga það á hættu að missa félagslegt húsnæði. Ásamt því að upplýsa um vandamál sem einstaklingarnir glíma við og í framhaldinu væri hægt að nota niðurstöðurnar til að betrumbæta þjónustuna við umræddan hóp.
    Lykilorð: Félagslegt leiguhúsnæði, húsnæðisleysi, húsnæði fyrst, geðræn vandkvæði, vímuefnafíkn, félagsráðgjöf

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of the thesis was to research what are the most common characteristics among individuals whom have lost social housing in Reykjavik due to termination of contract or eviction from their housing in Reykjavik/. Furthermore, the thesis reflects upon the background to why they were evicted and how those individuals survived afterwards. The research is exploratory wheras data was analyzed by SPSS. A specific questionnaire was used during analysis.
    The research analyzes 110 individuals who were removed from social housing in the years 2012-2015; either to eviction or termination of contact. Results from the analysis show that 67% of those whom contact was terminated were women while the corresponding 33% were men. Moreover, 67% were single and 39 % had been in social housing for 0-2 years. An analysis of social background showed that 79% had mental illness and 64% had a history with drug abuse. Also, 39% had both. The main reason for termination of contact, 74%, was because of unpaid rent. 38% of those removed from social housing went on to regular housing market.
    Out of those who were evicted from social housing, 54% were men and 46% women. 69% of those were single, and 51% had rented between 0-2 years. 87% were mentally ill and 57% had history of drug abuse. Moreover, 41% had both. Lastly, 85% of those with a terminated contract were homeless or stayed with friends temporarily after termination, or roughly 53%.
    The results give a comprehensive view over the two groups main characteristics and could be of use to professionals working with individuals who are in danger of eviction or termination of contract in social housing. With better information on those who show hazardus traits and likelihood of eviction or termination, the information can be used to create preventive measures for further improvements on services for the discussed target group.
    Keywords: social housing, homelessness, housing first, mental health problems, drug abuse, social work

Samþykkt: 
  • 14.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23325


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
snidmat_ma_fra_des_2013 22.pdf1,15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna