Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23331
Frumvarp um frjálsa sölu áfengis lá fyrir á Alþingi árið 2015, lagt fram af Vilhjálmi Árnasyni. Frumvarpið felst í því að sveitastjórnir geta gefið út leyfi til einstaklinga og verslana um að hefja smásöluverslun með áfengi. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun þeirra sem vinna með áfengi á þessu frumvarpi. Einnig var skoðað hvaða áhrif það gæti haft á áfengissjúka einstaklinga ef frumvarpið myndi ganga í gegn. Þátttakendur rannsóknar voru annars vegar hagsmunaaðilar við innflutning á vörunni og hins vegar sérfræðimenntaðir læknar í meðhöndlun áfengissjúkra.
Rannsóknir á áfengissölu bæði frá Norðurlöndum og Bandaríkjunum voru skoðaðar sem og rannsóknir um langtímaáhrif neyslu áfengis, skaðsemi og áhættuþætti. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð þar sem tekin voru viðtöl við fjóra einstaklinga; tvo sem starfa við innflutning á áfengi og tvo sem starfa við meðhöndlun áfengissjúkra. Við gagnaöflun og greiningu var stuðst við nálgun á fyrirbærafræði sem leggur áherslu á merkingu ákveðinnar reynslu þátttakenda.
Niðurstöður rannsóknar sýndu að svipuð viðbrögð komu fram hjá báðum hópum varðandi þá áhættu og neyslu sem frjáls sala áfengis gæti haft í för með sér. Bæði hagsmunaaðilar og læknar töldu að ef frumvarpið gengi í gegn þá myndi það hafa neikvæðar afleiðingar fyrir bæði neyslu og heilsu almennings.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Áfengi á almanna færi-Afnám á einkasölu áfengis-Hjörtur Freyr Garðarsson.pdf | 641.63 kB | Lokaður til...22.12.2135 | Heildartexti |