is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23338

Titill: 
 • Meðgöngusykursýki á Íslandi. Áhrif á meðgöngu, móður og barn
 • Titill er á ensku Gestational Diabetes in Iceland. Effects on pregnancy, mother and child
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur:
  Tíðni meðgöngusykursýki (MGS) fer hratt vaxandi í hinum vestræna heimi og greinist hjá 3-14% þungaðra kvenna. Rannsóknir sýna að hjá konum með MGS er líklegra að fæðing sé framkölluð og að fæðing verði með keisaraskurði. Auk þess er algengara að börn þeirra fái fylgikvilla á borð við axlaklemmu, fósturköfnun, nýburagulu og blóðsykurfall. Markmið rannsóknarinnar er að kanna tíðni MGS og fylgikvilla móður og barna þeirra kvenna sem fengu MGS á Íslandi á árunum 2009-2010.

  Efni og aðferðir:
  Rannsóknin náði til allra kvenna sem greindust með meðgöngusykursýki og fæddu einbura á Íslandi á tímabilinu 1. janúar 2009 til 31. desember 2010. Fyrir hverja konu sem greindist með meðgöngusykursýki voru fundin tvö viðmið í viðmiðahóp. Voru hóparnir paraðir saman eftir fæðingardegi barns (+/- 14 dagar), meðgöngulengd (+/- 7 dagar), líkamsþyngarstuðli (LÞS) móður við upphaf meðgöngu, aldri móður (+/- 5 ár), kyni barns og hvort móðir var frumbyrja eða fjölbyrja.
  Skráður var aldur móður og kynþáttur, líkamsþyngarstuðull við fyrstu komu í mæðravernd, meðgöngulengd og fæðingarþyngd nýburans. Einnig voru skráðir fylgikvillar á meðgöngu, fæðingarmáti og fylgikvillar í fæðingu, sem og fylgikvillar nýburans. Fyrir konur í tilfellahópi voru skráðar upplýsingar um sykurþolprófið sem leiddi til greiningar MGS og meðferð á meðgöngu. Lýsandi tölfræði var notuð til að bera saman hópana og tölfræðileg marktækni miðuð við p<0,05.

  Niðurstöður:
  Meðgöngusykursýki greindist á 381 meðgöngu sem jafngildir 4% allra einburafæðinga á Íslandi. Konur sem fengu MGS voru þyngri en konur í viðmiðahóp (LÞS 30,6±6,9 samanborið við 28,4±5,3; p<0,01). Allar konurnar fengu blóðsykurmæli, næringarráðgjöf og leiðbeiningar um æskilega hreyfingu. Til viðbótar fengu 140 konur (37%) metformin og/eða insúlínmeðferð. Konur með MGS voru líklegri til að fá meðgönguháþrýsting (11,2% og 6,8%; p=0,01) en ekki var marktækur munur á tíðni meðgöngueitrunar. Framköllun fæðingar var algengari hjá konum með MGS (46,7% og 24%; p<0,01) og einnig fæðing með keisaraskurði (31,8% á móti 20,1%; p<0,01), bæði val- (15,2% og 8,8%; p<0,01) og bráðaaðgerðir (16,5% og 11,3%; p=0,02). Framköllun fæðingar jók ekki tíðni bráðakeisaraskurða í hvorugum hópnum. Konur með MGS fæddu oftar þungbura (12,9% og 5,5%; p<0,01) og börn þeirra þurftu oftar innlögn á Vökudeild (21% og 15,8%; p=0,03), ásamt því að þau fengu oftar blóðsykurfall eftir fæðingu (18,6% og 3,3%; p<0,01). Ekki var marktækur munur á tíðni fyrirburafæðinga, andvana fæðinga eða alvarlegra fæðingaráverka á milli hópanna.

  Ályktanir:
  MGS greindist á 4% meðganga á Íslandi. Stór hluti (37%) þurfti lyfjameðferð með insúlíni og/eða metformin á meðgöngu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að mæðravernd kvenna með MGS sé góð hérlendis enda ekki aukin tíðni meðgöngueitrunar hjá þeim. Framköllun fæðingar og fæðing með keisaraskurði er algengari hjá konum með MGS, þær eru líklegri til að eignast þungbura og börn þeirra eru líklegri til að fá blóðsykurfall eftir fæðingu. Niðurstöðurnar má nota við mæðravernd kvenna sem greinast með MGS og þannig mögulega draga úr fylgikvillum móður og barns.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction:
  The incidence of gestational diabetes mellitus (GDM) is rising and now complicates 3-14% of pregnancies. Studies have shown that induction of labor and delivery by caesarean section is more common for women with GDM. Infants of women with GDM are more often large for gestational age (LGA) and more likely to suffer from asphyxia, birth trauma, jaundice and hypoglycemia. The aim of the study was to measure the incidence of GDM in Iceland and its effect on the pregnancy, delivery and the neonate.

  Methods:
  Included were all women diagnosed with GDM who gave birth in Iceland from 1.1.2009 to 31.12.2010. For every woman with GDM two controls were matched according to: date of birth (+/- 14 days), gestational age (+/- 7 days), mother’s body mass index (BMI) at the beginning of pregnancy, maternal age (+/- 5 years), sex of the child and whether the mother was a primigravida or multigravida.
  We gathered information on: maternal age, BMI and nationality, pregnancy complications, complications during labor and delivery, birth method, neonatal birthweight, birth trauma and neonatal complications. For women with GDM we also gathered results from the oral glucose tolerance test and treatment during pregnancy and labor.

  Results:
  GDM was diagnosed in 381 pregnancies during the study period which corresponds to an incidence of 4% in Iceland. Women with GDM were heavier than controls (BMI 30,6±6,9 vs 28,4±5,3; p<0,01). All women received dietary counceling, home glucose monitoring and information on suitable exercise. Additionally, 140 women (37%) required treatment with metformin and/or insulin. Women with GDM were more likely to develop gestational hypertension (11,2% vs 6,8%; p=0,01), but not pre-eclampsia. Induction of labor was more common for women with GDM (46,7% vs 24%; p<0,01) as well as delivery by caesarean sections (31,8% vs 20,1%; p<0,01), both elective (15,2% vs 8,8%; p<0,01) and emergency procedures (16,5% vs 11,3%; p=0,02). Induction of labor did not increase the rate of emergency caesarean sections in either group. Women with GDM were more likely to deliver LGA infants (12,9% vs 5,5%; p<0,01) and the rate of admissions to the neonatal intensive care unit was higher (21% vs. 15,8%; p=0,03), as well as the rate of neonatal hypoglycemia (18,6% vs 3,3%; p<0,01). The rate of premature births, stillbirths, asphyxia and birth trauma was not significantly higher in the GDM group.

  Conclusions:
  Gestational diabetes mellitus was diagnosed in 4% of pregnancies in Iceland. GDM treatment is good as marked by no increase in the incidence of preeclampsia for women with GDM. A large proportion (37%) of women with GDM in Iceland required medical treatment during pregnancy. GDM increased the risk of induction af labor and caesarean sections. Infants of mothers with GDM were more often LGA and more likely to suffer from neonatal hypoglycemia. The results can be used to improve maternity care for women with GDM in Iceland in order to reduce complications for mother and infant.

Samþykkt: 
 • 16.12.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23338


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
mgs_omar_ms_loka.pdf14.71 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna