Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/2333
Ritgerð þessi fjallar um þá aðstoð og úrræði sem í boði eru fyrir börn vímuefnasjúkra. Fjallað er um forvarnir, vímefni og vímuefnasýki, ásamt hugsanlegum áhrifum sjúkdómsins á fjölskyldu, með sérstakri áherslu á börn. Tekin voru viðtöl við starfsmenn stofnana og samtaka sem að viðkoma málefnum barna vímuefnasjúkra og skoðað hvaða aðstoð er í boði. Ekki virðist vera vöntun á úrræðum fyrir börn vímuefnasjúkra en áhugamannasamtök sjá um meirihluta þeirrar vinnu. Leggja þarf ríkari áherslu á að fræða starfsfólk sem vinnur á þessum stofnunum um afleiðingar og áhættu vímuefnasýki á börn og aðra meðlimi fjölskyldunar. Einnig þyrftu meðferðaðilar að bæta fræðslu til skjólstæðinga sinna á áhrifum vímuefnasýki á börn og þá áhættu á vanrækslu sem að fylgir neyslunni.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
2_fixed.pdf | 247.25 kB | Open | Heildartexti | View/Open |