is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23342

Titill: 
  • Staða barns við andlát foreldris. Staða þekkingar, þjónustu og löggjafar.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á stöðu barns við andlát foreldris með tilliti til þarfa barnsins. Í því felst að skoða réttarstöðu barnsins við þær aðstæður og réttindi og skyldur aðstandenda þess. Tilgátan er sú að börnum sem missa foreldri sé ekki sinnt sem skyldi í íslensku samfélagi. Foreldramissir er mikið áfall fyrir barn og getur haft afdrifarík áhrif á líf þess. Það er því mikilvægt að gefa gaum að líðan þeirra og viðbrögðum og að hugað sé að stuðningi. Efnið er afmarkað við krabbameinsveikt foreldri þar sem aðdragandi er að andláti og tímabilið við og eftir andlát foreldris.
    Í upphafi ritgerðar er fjallað um áhrif foreldramissis og hverjar þarfir barnsins eru í þeim aðstæðum. Í næsta kafla er greint frá löggjöf sem viðkemur stöðu barna við andlát foreldris og réttindum og skyldum aðstandenda þeirra í samanburði við Danmörku, Noreg og Svíþjóð. Þar á eftir er þjónusta sem stendur börnum við andlát foreldris og aðstandendum þeirra til boða á Íslandi kortlögð og dæmi tekin frá Norðurlöndunum. Þá var leitað eftir viðhorfum, reynslu og uppástungum fagfólks sem að málefninu kemur með rýnihóparannsókn.
    Helstu niðurstöður eru þær að auka þurfi og efla markvissa þjónustu við börn sem missa foreldri sitt sem og við aðstandendur þeirra og huga betur að réttindum barnsins í íslenskri löggjöf. Þá kallar fagfólk eftir meiri sérþekkingu og rými þegar kemur að því að sinna barni í sorg. Áhersla er á þörf fyrir handleiðslu og stuðning vegna vanmáttar, vanlíðunar og álags í þessum aðstæðum.
    Lykilorð: Andlát foreldris, fjölskylda, krabbamein, staða barns, löggjöf, þjónusta, sjónarhorn fagfólks.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of this study is to explore the needs and rights of children who lose a parent from cancer, including the rights and obligations of family members. The hypothesis is that little attention is paid to the child in case. Parental loss is a great trauma for children causing major consequences. It is important to pay attention to the childrens needs, reactions and support.
    The study is twofold: (i) mapping the knowledge base, legal issues and services of the matter in Iceland and in an international perspective and (ii) analysing focus group discussion among health professionals with regard to their views, experiences and suggestions.
    The main findings from this study is that services and psychosocial support for children and their families are unsatisfactory and more attention must be paid to the rights of the child in Icelandic legislation. Professionals claim strong needs for specialized knowledge, training and space for helping children when comes to parental loss. Also, that supervision and support is crucial in order to presevere in a demanding role in close contact with death, dying and loss.
    Keywords: Parental loss, family, cancer, childrens needs, legislation, service, professionals viewpoint.

Samþykkt: 
  • 16.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23342


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FRG442L_MA ritgerð_Edda Jóhannsdóttir.pdf5.86 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna