Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2334
Þessi rannsókn byggðist á því að skoða hvað börnum á Íslandi finnst
mikilvægt í lífinu og hvernig þau sjá heiminn. Gögnin sem notast var við
koma úr rannsókninni Börn og sjónvarp á Íslandi, en það er
spurningalistakönnun sem lögð hefur verið fyrir börn í íslenskum skólum á
aldrinum tíu til fimmtán ára á sex ára fresti frá árinu 1968. Stuðst var við gögn
frá árinu 2003 og gögn frá árinu 1985 voru notuð til samanburðar.
Helstu niðurstöður voru þær að heilsuhreysti og heiðarleiki eru almennt
talin mjög mikilvæg gildi í lífinu af íslenskum börnum. Varðandi það hvernig
börn sjá heiminn þá benda niðurstöður til þess að Bandaríkin sé vinsælasta
land heimsins í dag. Sýnt verður fram á hvernig fjölmiðlar taka þátt í mótun
einstaklingsins og hafa áhrif á val hans og skoðanir á lífinu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
pd_fixed.pdf | 575.21 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |