is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23350

Titill: 
 • Kennsluhættir í grunnskólum Reykjavíkur : niðurstöður ytra mats
 • Teaching methods in Reykjavik Compulsory Schools : findings from external evaluations
Útgáfa: 
 • Apríl 2015
Útdráttur: 
 • Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur gert heildarmat (ytra mat) í grunnskólum borgarinnar allt frá árinu 2007. Nær allir grunnskólar borgarinnar hafa verið heimsóttir og kennslustundir verið metnar út frá viðmiðum um gæði. Einnig hefur verið merkt við hvaða kennsluhættir einkenndu stundirnar. Frá byrjun árs 2009 hafa 1.066 kennslustundir verið metnar og greindar, þar af hafa 75% verið metnar góðar eða frábærar, rúmlega 22% viðunandi og tæplega 3% óviðunandi. Greining á kennsluháttum í þessum rúmlega þúsund stundum sýnir að langalgengast er að nemendur vinni að verkefnum undir beinni stjórn kennara og hlusti á fyrirlestur eða innlögn hans. Kennarinn er þannig í aðalhlutverki sem fræðari og stýrir námi nemenda að því marki að sömu lausnir komi fram hjá öllum nemendum.
  Greining kennsluhátta eftir námsgreinum sýnir að kennarastýring er enn meiri í bóklegum greinum en list- og verkgreinum. Markviss samvinna nemenda, það er að þeir vinni að sameiginlegu viðfangsefni og komist að sameiginlegri niðurstöður, sást í 12% stunda og sjálfstæð vinna nemenda að einhverju leyti að eigin vali í 10%. Þemavinna er algengust í samfélagsgreinum og tilraunir sjást helst í náttúrugreinum, en einnig í þessum greinum eru algengustu kennsluhættirnir verkefnavinna og innlögn kennara. Lítill munur er á kennsluháttum eftir aldri nemenda. Í öllum aldurshópum er verkefnavinna undir stjórn kennara algengust en bein
  kennsla eða innlögn er þó heldur algengari á unglingastigi en hjá yngri nemendum.
  Samkvæmt þessum niðurstöðum úr vettvangsathugunum í rúmlega eitt þúsund
  kennslustundum vantar mikið upp á þá fjölbreyttu kennsluhætti sem mikil áhersla er lögð á í nýrri aðalnámskrá frá 2011 og einnig í aðalnámskrá frá árinu 2006. Umhugsunarefni er einnig að markviss samvinna nemenda og sjálfstæði þeirra í námi fá lítið rými en hvort tveggja er hluti af þeirri lykilhæfni sem ný aðalnámskrá gerir ráð fyrir að einkenni nám nemenda.

 • Útdráttur er á ensku

  The Reykjavik Department of Education and Youth has conducted external
  evaluations of Reykjavik compulsory schools since 2007, evaluating the quality of teaching and learning in nearly all schools. Teaching methods were also registered. Since the beginning of 2009, a total of 1066 teaching hours have been evaluated, with 75% being graded good or excellent, a little more than 22% satisfactory, and slightly less than 3% unsatisfactory. The most common teaching methods recorded were pupils working on assignments under direct instruction from the teacher, and lecturing. Teacher control is pervasive, to the extent that the outcome of all pupils’ work is the same or similar.
  An analysis of the teaching methods shows that teacher control is more
  evident in academic subjects than in arts and crafts. Cooperation between pupils where they work together on a common project or towards a common solution was noted in 12% of the classroom visits and pupil-initiated work or work of his/her choice was noted in about 10% of the visits. Theme or project work was most often noted in social studies, and experiments in science classes, with the most common teaching method in those subjects being teacher initiated assignments and lecturing. There were no great differences in teaching methods between younger and older pupils. In all grades, teacher initiated assignments and lecturing were the most common teaching methods, but lecturing was more common in grades 8 to 10 than in the lower grades.
  These findings from over one thousand classroom visits show that the wide variety of working and teaching methods that are emphasized in The National Curriculum for Compulsory Schools (2011 as well as 2006). It is also of concern that pupils’ independence and cooperation, which are supposed to be among the key competences taught in compulsory schools, seem to get little attention and emphasis from teachers.

Birtist í: 
 • Netla
ISSN: 
 • 1670-0244
Samþykkt: 
 • 17.12.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23350


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birna Sigurjonsdottir - 2015 - Kennsluhættir í grunnskólum Reykjavíkur Niðurstöður ytra mats -Netla.pdf453.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna