Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23351
Í þessari grein segja höfundar, annar kennari í sálfræði og hinn í sögu, frá aðferð sem þeir þróuðu til að bæta leiðsagnarmat í áföngum sem þeir kenna við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ (FMOS). Verkefnið snýst um að auka samtal á milli nemenda og kennara með aðferð sem höfundar kalla vörðuvikur. Í vörðuvikum bjóða kennarar upp á viðtöl þar sem nemandi og kennari fá tækifæri til að tala saman um stöðu nemandans í náminu og móta hugmyndir um næstu skref. Til að meta árangurinn af þessu tilraunastarfi tóku höfundar rýniviðtal við hóp nemenda sem lýsti reynslu sinni af verkefninu og kom með hugmyndir um hvernig þróa mætti aðferðina frekar. Höfundar lýsa því hvernig þeir skipulögðu og framkvæmdu vörðuvikur og gera grein fyrir helstu niðurstöðum úr viðtalinu við rýnihópinn. Með hliðsjón af þeim niðurstöðum velta þeir upp spurningum um gildi einkunna í námsmati og þann lærdóm sem þeir og aðrir kennarar geta dregið af verkefninu, sérstaklega hvort kennarar gefi sér nægan tíma og svigrúm til að tala við nemendur sína um nám þeirra.
In this article, the two authors, one a teacher of psychology and the other of history, share a method that they have evolved to enhance formative assessment in the courses they teach at the upper secondary school in Mosfellsbær, Framhaldsskólinn í Mosfellsbær (FMOS). The aim of their project was to create a dialogue between the teacher and individual students with a method they call “a week of cairns” (cairns are piles of rocks used through the centuries to mark paths in open terrain). The teachers offer individual interviews where students get a chance to discuss where they stand in the course and set goals. A focus group of students reflected on their experience of this process and was given the opportunity to share views on what could be done to evolve the method further. The authors describe how they planned and conducted their “week of cairns” and relate the findings of the focus group. They question the value of course grades as a tool of evaluation and conclude by asking whether teachers give themselves enough time to talk to their students about their studies.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ívar Rafn Jónsson- Birgir Jónsson - 2015 - rosa mikilvægt því þið eruð að gefa ykkur tíma í að tala við okkur “ Vörðuvika – Tilraun til leiðsagnarmats - Netla.pdf | 678.26 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |