en English is Íslenska

Article

University of Iceland > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/23353

Title: 
  • Title is in Icelandic Hugsað um Litlu Skáldu : kennslubækur og kennsla á miðöldum
  • Litla Skálda : textbooks and teaching in the Middle Ages
Published: 
  • November 2015
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Miðaldahandritin AM 748 I b 4to og AM 757 a 4to, sem öll eru varðveitt í Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, hafa að geyma hluta Skáldskaparmála úr Snorra-Eddu auk annars efnis um skáldskaparlist. Í AM 748 I b 4to og AM 757 a 4to er meðal annars um að ræða sjálfstæða gerð kenningatals úr Skáldskaparmálum og eru handritin nær orðrétt eins á þeim parti. Hefur þetta efni stundum verið nefnt Litla Skálda. Í þessari grein er bent á að líklegast sé þarna á ferðinni sjálfstætt námsefni handa verðandi skáldum og byggi textinn ekki á Eddu eins og við þekkjum hana, hvorki Uppsalagerð né Konungsbókargerð, heldur sé líklegra að farið sé eftir
    heimildum sem þess vegna gætu verið tólftu aldar kennsluefni og þar með eldri en kennslubókin sem kennd er við Snorra. Athuganir höfundar hafa bent til þess að gert hafi verið ráð fyrir að nemendur lærðu utanbókar þær vísur sem til er vitnað í Skáldskaparmálum Eddu, en hér er um að ræða vísnalaust kenningatal, sem líklega hefur átt að lærast eins og það kom fyrir, enda má hugsanlega sjá þess stað að reynt sé að efnis- og merkingarraða til að auðvelda námið. Greinarhöfundur hefur að markmiði að leggja kennurum upp í hendur efni til að kynna nemendum forna
    kennslubók og vekja þannig umræður um kennsluhætti, hvort heldur hefur verið í skólastofum eða einstaklingstilsögn. Margir þeir orðaleikir og þær myndir sem á kreiki eru í fornum kenningum eru vænleg til að vekja áhuga nemenda, sem sjálfir hafa nautn af margs konar málþrautum.

  • The medieval manuscripts AM 748 I b 4to and AM 757 a 4to, all preserved in The Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies [i. Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi], contain parts of the Prose-Edda’s "language of poetry" [i. Skáldskaparmál], along with other material concerning poetic rhetoric. Parts of AM 748 I 4to and AM 757 a 4to give us an independent version of a list of kennings, of the same kind but not in the same order, as listed in Skáldskaparmál. The text in the manuscripts in question is almost identical and this part of it has sometimes been called Litla Skálda (The Little Book on Poetics). In the present article the author argues for this to be independent study material for prospective poets, not built upon the Edda text as we know it, nor in the Uppsala-version nor in the Regius-version. It might derive from material from the 12th century and thus from written or memorized texts that have been among the sources of Snorri Sturluson. The present author’s research has shown that most likely the poetic examples in Skáldskaparmál were meant to be learned by heart, and the guess is that the list of kennings in Litla Skálda also was meant to be memorized. One might even say that the kennings were arranged in groups, with regard to semantics or fields, just to make the memorizing a little easier. The author’s aim is to create for teachers an edition that shows students what textbooks may have looked like in medieval times, and thus encourage discussions on the schools and studies of long ago.

Citation: 
  • Netla
ISSN: 
  • 1670-0244
Accepted: 
  • Dec 18, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23353


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
hugsað um litlu skáldu.pdf594.67 kBOpenHeildartextiPDFView/Open