is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23355

Titill: 
  • Upplifun kennara á eigin þjónustu við nemendur með sérþarfir
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Nemendum sem þurfa sérstakan stuðning í skóla hefur fjölgað á síðastliðnum árum. Kennarar þurfa að koma til móts við fjölgun nemenda með sérþarfir og kunna skil á öllum helstu kennsluaðferðum og úrræðum sem tryggja jafnan aðgang allra barna að menntun.
    Markmið rannsóknarinnar var að beina sjónum að upplifun kennara á þjónustu þeirra við nemendur með sérþarfir. Þá var menntun kennara skoðuð og sá stuðningur sem þeim stendur til boða í daglegu starfi. Ein megin rannsóknarspurning var sett fram; Eru kennarar undir auknu álagi vegna kennslu sinnar við nemendur með sérþarfir? Við framkvæmd rannsóknarinnar var notast við megindlega rannsóknaraðferð og gagnaöflun fór fram í formi rafrænnar könnunar. 36 kennarar svöruðu könnuninni af 150 kennurum og því var svarhlutfallið 24%.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að kennarar upplifi álag í starfi vegna þjónustu þeirra við nemendur með sérþarfir. Flestir þátttakendur töldu sig ekki hafa fengið nægilega menntun í grunnnámi sínu til þess að sinna nemendum með sérþarfir af kostgæfni. Þá kom fram í niðurstöðum rannsóknarinnar að meirihluti þátttakenda taldi sig hafa nægilega þekkingu til þess að sinna nemendum með sérþarfir þrátt fyrir skort á menntun. Draga má þá ályktun að kennarar auki við þekkingu sína á málefnum nemenda með sérþarfir með símenntun og þeim verkefnum sem kennarastarfið felur í sér. Niðurstöður benda einnig til þess að samskipti kennara við foreldra nemenda með sérþarfir sé viðamikill þáttur í álagi í starfi kennara, en meirihluti þátttakenda taldi sig vera í meiri samskiptum við foreldra nemenda með sérþarfir heldur en foreldra nemenda sem ekki hafa neinar sérþarfir. Þá greindi meirihluti þátttakenda frá því að fá ekki nægilegan stuðning í starfi sínu.

Samþykkt: 
  • 18.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23355


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sjofn_Gudlaugsdottir_MA_Ritgerð_Lokaeintak.pdf3.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna