is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23357

Titill: 
  • „Vandamál eða ekki vandamál það hafa bara allir gott af því.“ Upplifun og reynsla barna af sumardvöl í sveit
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða upplifun og reynslu einstaklinga sem voru sendir í sveit á vegum félagsþjónustu og barnaverndarnefnd Reykjavíkurborgar á árunum 1985-2005. Tilgangurinn var að lýsa því hvernig börn sem bjuggu við erfiðar aðstæður upplifðu úrræðið „sumardvöl í sveit“. Fyrrgreint úrræði er eitt af elstu barnaverndarúrræðum stjórnvalda en verulega hefur dregið úr að því sé beitt á síðustu áratugum. Rannsókn þessi hefur bæði vísindalegt og sögulegt gildi og hún bæði sett í sögulegt og fræðilegt samhengi. Þetta barnaverndarúrræði hefur lítið verið rannsakað og aldrei út frá sjónarhorni einstaklinga sem sjálfir hafa reynslu af sumardvöl í sveit. Rannsóknin er hluti af þverfaglegri rannsókn Jónínu Einarsdóttur mannfræðings. Heiti þeirrar rannsóknar er: Óháður flutningur íslenskra barna á 20. öldinni. Aðalmarkmið þeirrar rannsóknar er að rannsaka þann íslenska sið að senda börn í sveit. Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt við gerð þessarar rannsóknar þar sem gögnin voru greind með fyrirbærafræðilegri nálgun. Tekin voru viðtöl við níu einstaklinga með reynslu af sumardvöl í sveit á vegum félagsþjónustu og barnaverndarnefnd Reykjavíkur á árunum 1985-2005. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sumardvöl í sveit sé góð tilbreyting fyrir börn sem búa við erfiðar aðstæður og geti haft góð áhrif á börn ef heimilið býður upp á leiðandi uppeldisaðferðir, umhyggju og stöðugleika. Niðurstöður benda jafnframt til þess að á árunum 1985-2005 að lítið samráð hafi verið með börnum um þá ákvörðun að senda þau í sveit. Þá bendir ýmislegt til þess að í flestum tilvikum hafi börn fengið frjálsar hendur um það hvaða verk þau tóku sér fyrir hendur í sumardvölinni. Einnig benda niðurstöður til þess að í sumardvöl hafi börn lært meta aga og vinnusemi af góðum fyrirmyndum.

Samþykkt: 
  • 18.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23357


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrethe Andreasen.pdf896.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna