is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23380

Titill: 
 • Sætaskipun á Alþingi
Útgáfa: 
 • Desember 2014
Útdráttur: 
 • Tæp hundrað ár eru liðin síðan samþykkt var á Alþingi að þingmönnum skyldi skipað til sætis með drætti við upphaf hvers þings. Sú skipan þekkist ekki nú meðal annarra þjóðþinga. Ekki hefur legið fyrir hvers vegna sætadráttur var innleiddur á Alþingi, hvernig framkvæmd hans hefur verið, hver hafa verið viðhorf þingmanna til sætadráttar eða hvort þetta fyrirkomulag hafi haft einhver áhrif á samskipti þingmanna og starfsemi Alþingis. Í þessari grein eru birtar niðurstöður fyrstu rannsóknar á þessu efni hérlendis. Jafnframt er sætaskipun Alþingis sett í alþjóðlegt samhengi, en meginreglan um heim allan er að þingmenn sitja saman í flokkahópum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru m.a. þær að mestar líkur eru á því að fyrirmyndin að sætadrætti sé sótt til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en þar tíðkaðist sætadráttur á árunum 1845- 1913. Þá leiðir rannsóknin í ljós að það liðu rúmlega 40 ár þar til sætadráttur festist að fullu í sessi á Alþingi. Í efri deild var á flestum þingum fram til 1959 fallið frá sætadrætti og virðast þingmenn þá einkum hafa setið eftir flokkum. Í neðri deild var algengt að ýmsir þingmenn skiptu á sætum að loknum sætadrætti og þar var líka um tíma uppi viðleitni til að koma á sætaskipun eftir flokkun en hún fékk ekki hljómgrunn. Síðan 1959 hefur ekki verið neinn ágreiningur um sætadrátt. Almennt virðast alþingismenn þeirrar skoðunar að sætaskipun Alþingis hafi jákvæð áhrif á samskipti þingmanna, sé jákvætt mótvægi við skiptingu þingheims í stjórnarliða og stjórnarandstæðinga og auk þess sé sætadráttur sanngjörn leið til að skipa mönnum til sætis. Reynslan af sætadrætti á Alþingi er því vísbending um að það geti skipt máli fyrir þingmenn hvernig sætaskipun er háttað.

 • Útdráttur er á ensku

  Almost a century has passed since Althingi, the Parliament of Iceland, introduced, in 1916, the method of allocating seats to Members by drawing lots at the start of each session. This arrangement is not customary in any other national parliament in the world. It has never been established why this particular method of allocating seats was introduced in Althingi. Neither has it been mapped out how the allocation was conducted, what the Members thought of it nor what impact, if any, the arrangement had on the relations of Members and the workings of Althingi. This article therefore presents the first study of this subject in Iceland. The article also places the seat allocation procedure of Althingi in an international context, as the general rule in parliaments around the world is that Members are seated together in parliamentary party groups. The conclusions of the study are, among other things, that the seat allocation by lot was probably modelled on the House of Representatives of the United States Congress, where seats were allocated by lot from 1845-1913. The study also reveals that over 40 years passed until seat allocation by lot became fully established procedure in Althingi. In the Upper House seats were not allocated by lot at the great majority of sessions until 1959 and Members appear to have been mainly seated along party lines. In the Lower House it was common for some Members to exchange seats following the drawing of lots, and for some time attempts were made to introduce seating by parliamentary party, but the efforts were unsuccessful due to insufficient support. Since 1959 there has not been any disagreement regarding the drawing of lots for seats. Generally speaking, Members appear to hold the opinion that the seating arrangement in Althingi has a positive impact on personal relations, is a positive counterbalance to the division of Members into government supporters and opposition members and that the allocation of seats by lot is a fair method of assigning seats. The Althingi experience of allocating seats by drawing lots therefore indicates that seating arrangement can matter to Members.

Birtist í: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla, 10 (2): bls. 217-248
ISSN: 
 • 1670-679X
ISBN: 
 • 1670-6803
Athugasemdir: 
 • Fræðigreinar
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 18.12.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23380


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2014.10.2.3.pdf709.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna