is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23381

Titill: 
 • Samanburður á ráðningarferli við embættisveitingar á Íslandi fyrir og eftir efnahagshrunið
Útgáfa: 
 • Desember 2014
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsókn er farið yfir ráðningarferli í skipun embætta hjá hinu opinbera á tímabilinu 2004 til 2012 og kannað hvort ráðningarferlið að undangenginni veitingu embættis hafi breyst eftir efnahagshrunið haustið 2008. Um er að ræða 68 embættisveitingar, 40 fyrir efnahagshrun og 28 eftir hrun, sem uppfylltu skilyrði 13. töluliðar 22. gr. starfsmannalaga og töldust vera embætti. Við úrvinnslu og greiningu gagna var notuð innihaldsgreining sem er blanda af eigindlegri og megindlegri rannsóknaraðferð. Greint var hvort auglýsingarnar uppfylltu skilyrði um auglýsingar eins og þau birtast í reglum nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, hvort auglýsingar um laus embætti birtust í Lögbirtingablaðinu, hvort umsóknarfrestur væri í samræmi við 7. gr. starfsmannalaga, hvort stuðst hafi verið við hæfnisnefndir og loks hversu langt ráðningarferlið var. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að breytingar hafi orðið til batnaðar á ráðningarferlinu eftir efnahagshrunið, einkum hvað varðar starfsauglýsingar, útfærslu þeirra og birtingu, rétt tilgreindan umsóknarfrest, hæfnisnefndir oftar notaðar á kostnað ráðningar- og ráðgjafafyrirtækja. Hins vegar hefur ráðningarferlið lengst eftir efnahagshrunið.

 • Útdráttur er á ensku

  This research examines the recruitment process prior to appointment of officials during the period of 2004 to 2012. This research investigates wheather a change has occurred in the recruiting process following the economic collapse in the fall of 2008. It is intended to provide insight into the official recruiting process. In all there were 68 appointments during the research period, 40 before the economic collapse and 28 after the collapse, which met the criteria of 13th paragraph in 22nd article of employment laws, no. 70/1996. Content analysis, which is a combination of qualitative and quantitative research methods, was used for processing and analyzing the data. The study investigates whether the job advertisements fulfill the criteria about job advertisments like they appear in regulations no. 464/1996 about job advertisements. Whether job advertisements for vacant jobs were published in Lögbirtingablaðið (Iceland’s Legal Publication Journal), whether the application deadline were according to 7th article og the employment laws, whether special recruiting committees were used for professional support and finally the length of the recruitment process. The main results of this research indicate that there has been improvement in the recruiting process during the chosen research period. Following the economic collapse the execution of job advertisements have improved as the publication of job advertisements in Lögbirtingablaðið was in most cases complied with laws and regulations. The application deadline was more often correctly indicated after the collapse, and special recruiting committees were more often used than the law stipulated. The recruitment process has however become longer after the economic collapse.

Birtist í: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla, 10 (2): bls. 249-272
ISSN: 
 • 1670-679X
ISBN: 
 • 1670-6803
Athugasemdir: 
 • Fræðigreinar
Tengd vefslóð: 
 • http://www.irpa.is
Samþykkt: 
 • 18.12.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23381


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2014.10.2.4.pdf693.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna