is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23382

Titill: 
 • Vilji, völd og veruleiki í opinberri stefnumótun á Íslandi. Af óförum Íbúðalánasjóðs 2003-2005
Útgáfa: 
 • Desember 2014
Útdráttur: 
 • Þessi rannsókn beinist að samspili stjórnmála, stjórnsýslu og markaðar á Íslandi. Markmið hennar er að varpa fræðilegu ljósi á það hvernig stjórnmál og stjórnsýsla virka þegar stjórnvöld taka ákvarðanir og framfylgja þeim í umhverfi þar sem ákvarðanir og áhrif þeirra eru á mörkum valdsviðs hins opinbera og markaðarins. Ákvörðun um hækkun í 90% lánshlutfall Íbúðalánasjóðs er tilvikathugun sem skoðuð er í ljósi dagskrárkenninga í opinberri stefnumótun. Rannsóknin byggir á gögnum úr Rannsóknarskýrslum Alþingis um orsakir og fall íslensku bankanna og Íbúðalánasjóð, og á upplýsingum úr viðtölum höfundar innanlands og utan. Rannsóknin sýnir að þegar ákvörðunin var tekin var blásið til samkeppni við og milli einkavæddra banka. Tilraunir sjálfstæðismanna í ríkisstjórn til að hafa áhrif á niðurstöðuna með því að hnika til ákvörðun framsóknarmanna fólu í sér kerfisbreytingu studdar stjórntæki til að verja sjóðinn áhlaupi. Áhrif stjórntækisins, þ.e. uppgreiðslugjalds, samrýmdist ekki flokkspólitískum hagsmunum framsóknarmanna. Í kapphlaupi um að koma kosningaloforði sínu að komu framsóknarmenn sér hjá því að taka mið af gjörbreyttum fjármálamarkaði sem sjóðurinn var orðinn hluti af. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þeir sem horfa til lengri tíma í pólitík marki opinbera stefnu með breytingum á gangverki kerfa og láti stefnuna gerast sjálfkrafa. Þeir sem horfa til skemmri tíma breyti einstaka verkefnum. Aftur á móti raska kerfislægar breytingar dreifingu valds og áhrifa og setja frekari tilraunum stjórnvalda til breytinga á kerfinu skorður, nema því aðeins að saman fari eindregin pólitískur vilji og samstaða stjórnvalda samfleytt yfir nægilega langan tíma til að vilji stjórnvalda gangi eftir.

 • Útdráttur er á ensku

  This research focuses on the interplay of politics, bureaucracies and markets in Iceland. It aims to explain theoretically how politics and bureaucracies operate when a coalition government makes and implements decisions in a policy environment in which decisions and their effects intersect public bureaucracies’ and markets’ boundaries. The decision to raise the limits of Housing Fund mortgages in 2003 is a case examined by agenda-setting theories in public policy. The research is based on the data from parliamentary Special Investigation reports on the collapse of the Icelandic banks and the Housing Fund as well as the author’s interviews home and abroad. The research shows that, when made, the decision ignited competition between the Housing Fund and the recently privatized banks and that between the banks themselves. The Independence Party’s attempts to delay implementation of the decision involved system change backed by an instrument designed to stem a run on the Fund. The impact of this instrument (a tax on pre-payments) was incompatible with the Progressive Party’s political interests. In a hasty attempt to implement its election promises, the Progressive Party ignored the fact that the Fund was operating within a transformed financial system. The conclusions indicate that those who think long-term in politics make policies by changing system dynamics, those who think short-term change programmes. System dynamics, however, change the balance of power and influence between actors, leaving legacies which curb the government’s attempt at change, unless consolidated and sustained political authority and will are established to see changes through.

Birtist í: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla, 10 (2): bls. 273-298
ISSN: 
 • 1670-679X
ISBN: 
 • 1670-6803
Athugasemdir: 
 • Fræðigreinar
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 18.12.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23382


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2014.10.2.5.pdf618.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna