is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23386

Titill: 
  • Þrautalánveitandi ríkja á sameiginlegu myntsvæði
Útgáfa: 
  • Desember 2014
Útdráttur: 
  • Kenningin um hagkvæm myntsvæði var sett fram og þróaðist á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Þá var fjármálakerfi heimsins allt öðru vísi en nú, m.a. smærri bankakerfi og mun minna flæði fjármagns milli landa. Sviptingar á evrusvæðinu undanfarin ár hafa leitt í ljós að þegar kenningin var þróuð og síðar tekin ákvörðun um sameiginlega Evrópumynt á grundvelli hennar sáu menn ekki fyrir ýmsa ókosti eða ósvaraðar spurningar sem nú er glímt við. Þannig var að mestu horft framhjá hlutverki seðlabanka einstakra landa sem þrautalánveitanda viðkomandi ríkis. Þá sáu fáir fyrir hvernig samtvinnuð fjármálakerfi margra landa geta búið til vanda sem ókleift er að leysa nema í samvinnu margra ríkja. Því var ekki reynt að smíða umgjörð um slíkt samstarf fyrirfram. Jafnframt var lítt hugað að þeim möguleika að hagkerfi gætu orðið fyrir áföllum sem eiga uppruna sinn í fjármálakerfinu. Í núverandi fjármálakrísu hafa menn neyðst til að takast á við þessi atriði. Það tók um fjögur ár að komast að pólitískri lausn sem felst m.a. í því að endurskilgreina hlutverk Seðlabanka Evrópu sem þrautalánveitanda einstakra ríkja í raun. Sú stefnubreyting gerir það mögulegt að takast á við ýmiss konar ójafnvægi innan evrusvæðisins á lengri tíma en ella. Hún leysir þó ekki nema að litlu leyti undirliggjandi vanda. Töfin á að hrinda henni í framkvæmd var hins vegar dýrkeypt.

  • Útdráttur er á ensku

    The theory of optimal currency areas was developed during the 1960’s and 1970’s. At that time the international financial system was very different from the current system, banking systems were smaller and the flow of funds across borders limited. Developments in the Eurozone in recent years have shown that when the theory was developed and the decision made to adopt the euro some of the drawbacks of a common currency were not foreseen and important issues were not addressed. This includes the role of a common central bank as a lender of last resort to national governments. In addition, few foresaw how many closely linked financial systems could create problems that are unsolvable without the cooperation of several governments. An adequate framework for dealing with such problems was thus not put in place. The possibility that macro-economic shocks could originate in the financial system was mainly ignored. During the current crisis it has been necessary to address all these issues. It took four years to find a politically viable solution. This involves the redefinition of the role of the European Central Bank, making it a lender of last resort to national governments. This policy change buys time to deal with many fundamental imbalances within the Eurozone but does not in and of itself solve the underlying problems. The delay in implementing this policy was however very costly.

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 10 (2): bls. 613-638
ISSN: 
  • 1670-679X
ISBN: 
  • 1670-6803
Athugasemdir: 
  • Fræðigreinar
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 18.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23386


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2014.10.2.20.pdf4,38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna