is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23390

Titill: 
 • Velferðarþjónusta og fötluð börn: Reynsla foreldra af starfi fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar
Útgáfa: 
 • Desember 2014
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna reynslu foreldra fatlaðra barna af þjónustunni sem þeir og börn þeirra njóta hjá Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar, og að greina þætti sem tengjast ánægju foreldra með þjónustuna. Notað var blandað skýringarsnið. Í upphafi var gögnum safnað með matslistanum Mat foreldra á þjónustu sem sendur var til foreldra 115 fatlaðra barna, svarhlutfall var um 50%. Lýsandi tölfræði, marktektarprófum og fylgnistuðlum var beitt við gagnagreiningu. Því næst tóku 14 foreldrar fatlaðra barna þátt í umræðum rýnihópa til að dýpka og túlka megindlegu niðurstöðurnar frekar. Greining gagna leiddi í ljós að foreldrar, sér í lagi foreldrar yngri barna, telja að þjónusta Fjölskyldudeildarinnar samræmist hugmyndum um fjölskyldumiðaða þjónustu. Foreldrar upplifa jákvætt og styðjandi viðmót, gott aðgengi að starfsfólki og mikilvægan stuðning frá því. Einnig að þjónustan sé sveigjanleg og skjótt brugðist við úrlausnarefnum. Hins vegar skortir töluvert á upplýsingagjöf og skilgreina þarf betur hlutverk og verksvið deildarinnar. Foreldrar barna, sem þurfa töluverða eða alltaf fulla aðstoð við daglegar athafnir, voru ánægðari með þjónustuna en foreldrar barna sem eru alveg eða að mestu sjálfbjarga. Foreldrar barna með einhverfu voru óánægðari en foreldrar barna með skerðingu af öðrum toga. Þátttaka foreldra í ákvarðanatöku og jákvæð upplifun af framkomu fagfólks hafði forspárgildi um ánægju þeirra með þjónustuna. Leita þarf leiða til að stuðla að aukinni þátttöku foreldra í ákvarðanatöku og auka upplýsingagjöf enda getur skortur á upplýsingum valdið óöryggi og vakið þá tilfinningu að þjónustan sé tilviljanakennd. Sér í lagi þarf að huga að fjölskyldum barna á efri stigum grunnskóla.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this study was to examine how parents of disabled children experience the services which they and their children receive from the family-service unit at the municipality of Akureyri, and to analyse factors relating to parents’ satisfaction with the services. This was a sequential mixed method study. Initially, the Measure of Processes of Care questionnaire was sent to parents of 115 disabled children, answering ratio was about 50%. Descriptive statistics, significance tests and correlation coefficients were used in the analysis. Subsequently 14 parents elaborated on the survey findings in focus groups interviews. Data analysis revealed that parents – particularly those with young children – found the services in line with family-centred values. Overall they experienced respectful and supportive attitudes, easy access to staff and that they provided important, flexible and relevant support. Nevertheless, a notable shortage of information was conveyed and that the responsibilities of the unit were somewhat unclear. Parents of children who need extensive daily support were more content than were parents of children who were mostly or fully independent. Parents of children with autism spectrum disorders were more discontent than parents of children with other types of impairments. Parents’ participation in decision-making and their positive experience of staff attitudes predicted their satisfaction with services. Thus special attention should be given to parental participation in decision-making and provision of information since lack of information may cause insecurity and experience of erratic services. Attention should be geared towards families of children in the upper grades of elementary school.

Birtist í: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla, 10 (2): bls. 589-612
ISSN: 
 • 1670-679X
ISBN: 
 • 1670-6803
Athugasemdir: 
 • Fræðigreinar
Tengd vefslóð: 
 • http://www.irpa.is
Samþykkt: 
 • 18.12.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23390


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2014.10.2.19.pdf652.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna