is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23393

Titill: 
 • Stefna íslenskra stjórnvalda og vöxtur ferðaþjónustu á jaðarsvæðum: Áhrif Héðinsfjarðarganga í Fjallabyggð
Útgáfa: 
 • Desember 2014
Útdráttur: 
 • Með mikilli fjölgun erlendra ferðamanna hefur ferðaþjónustan fest sig í sessi sem ein af meginstoðum íslensks atvinnulífs og miklar væntingar eru bundnar við uppbyggingu ferðaþjónustu í ýmsum íslenskum landsbyggðum þar sem samþjöppun og tækniþróun hefur leitt til mikillar fækkunar starfa í sjávarútvegi og landbúnaði. Greiðar samgöngur eru hins vegar ein helsta forsenda öflugrar og arðbærrar ferðaþjónustu og hefur greinin átt erfitt uppdráttar á þeim svæðum sem búa við miklar fjarlægðir eða hindranir á samgöngum. Í þessari rannsókn er lagt mat á áhrif Héðinsfjarðarganganna á straum ferðamanna á norðanverðum Tröllaskaga til að varpa ljósi á áhrif samgöngubóta á ferðaþjónustu á jaðarsvæðum á tímum vaxandi ferðaþjónustu. Beitt er samþættri aðferðafræði sem byggir á talningu sjálfvirkra umferðarteljara Vegagerðarinnar, niðurstöðum úr umferðarkönnunum, könnunum meðal ferðamanna í Fjallabyggð og gistináttagrunni Hagstofu Íslands. Niðurstöðurnar benda til þess að ferðamönnum í Fjallabyggð hafi fjölgað um helming eftir opnun Héðinsfjarðarganganna, Fjallabyggð tengst inn á ferðamannasvæði Eyjafjarðar og orðið áfangastaður ferðamanna milli höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar. Héðinsfjarðargöngin virðast þannig hafa stuðlað að eflingu ferðaþjónustu og fjölbreyttara atvinnulífi á svæði sem búið hefur við fólksfækkun og hnignun frumframleiðslunnar um langt árabil. Hins vegar virðast áhrif ganganna í Skagafirði vera takmörkuð og möguleikar á samfelldu ferðamannasvæði frá Sauðárkróki í vestri til Húsavíkur í austri og frá Siglufirði í norðri til Akureyrar í suðri virðast enn ekki hafa orðið að veruleika. Slíkar breytingar fylgja ekki sjálfkrafa í kjölfar samgöngubóta heldur krefjast þær samstillts átaks stjórnvalda og heimamanna um nýtingu þeirra möguleika sem skapast með fjárfestingum í innviðum samfélagsins.

 • Útdráttur er á ensku

  Tourism has become one of the pillars of the Icelandic economy with a substantial increase in the number of foreign tourists. Tourism has also become the focus of attention in many rural communities where jobs in fisheries and agriculture have declined significantly. A strong and profitable tourism industry is however dependent upon transportation infrastructure. This research evaluates the effects of the Héðinsfjörður tunnels on the flow of tourists in the northern Tröllaskagi region in order to clarify the effects of infrastructure improvements on tourism in peripheral areas. The study employs an integrated methodology of automatic traffic counters, traffic surveys, tourist surveys and official registration of tourist accommodation. The results suggest that the number of tourists in the municipality of Fjallabyggð has grown by about one-half after the opening of the tunnels as the municipality has become part of the Eyjafjörður tourism region and a destination between the capital region and the city of Akureyri. The Héðinsfjörður tunnels thus have contributed to the growth of tourism and a more diverse labor market in an area suffering from a decline in population and the primary industries. The tunnels have however had a limited impact in Skagafjörður and possibilities of a continuous tourism region spanning the area from Sauðárkrókur in the west to Húsavík in the east and from Siglufjörður in the north to Akureyri in the south have not yet been realized. Such changes do not automatically follow infrastructure improvements but depend on a coordinated effort of government and local actors.

Birtist í: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla, 10 (2): bls. 567-588
ISSN: 
 • 1670-679X
ISBN: 
 • 1670-6803
Athugasemdir: 
 • Fræðigreinar
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 21.12.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23393


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2014.10.2.18.pdf771.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna